fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fréttir

Íslensk kona skotin í Kristjaníu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. september 2023 07:00

Danskir viðbragðsaðilar að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok ágúst hleyptu tveir dökkklæddir karlmenn fjölda skota af í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Einn lést og þrír særðust, þar á meðal íslensk kona.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir konunni að hún hafi fengið skot í fingur. Aðspurð um líðan hennar sagði hún hana að minnsta kosti vera betri núna en áður. Hún sé farin að sofa betur og hætt að fá „ógeðslegar“ martraðir en sé enn hvekkt og verði skelkuð ef hún heyrir óvænta skelli.

Hinn látni var meðlimur í glæpagenginu Hell‘s Angeles en lögreglan telur að skotárásin tengist átökum Hell‘s Angels og glæpagengisins Loyal to Familia.

Konan fór til Danmerkur í sumarfríinu sínu til að heimsækja bróður sinn sem býr þar. Þau ákváðu að heimsækja Kristjaníu laugardagskvöldið 26. ágúst  en þangað hafði konan aldrei komið.

Klukkan 19.25 var lögreglunni tilkynnt um skotárásina og sagði konan að mennirnir hefðu skotið að minnsta kosti 30 skotum og hafi hún í fyrstu haldið að um flugelda eða eitthvað slíkt væri að ræða. Hún sagði að mennirnir hafi skotið í allar áttir og hún hafi verið útötuð í blóði, ekki bara sínu eigin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“

„Vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í

Rannsókn staðfestir að erfðaefni Ásu var á strigapoka sem eitt líkið fannst í
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikilvægasta tækið á heimilinu

Mikilvægasta tækið á heimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“