fbpx
Þriðjudagur 03.október 2023
Fréttir

Ásdís skýtur föstum skotum að Kristrúnu og Samfylkingunni

Eyjan
Sunnudaginn 17. september 2023 19:05

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, sendi Kristrúnu Frostadóttur og Samfylkingunni pillu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, skaut föstum skotum að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefnið var að Kristrún hreykti sér af því í útvarpsþættinum Sprengisandi, þar sem hún tókst á við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, að undir forystu Samfylkingarinnar biði Reykjavíkurborg upp á lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu. Taldi Ásdís Kristrínu skauta þar framhjá lykilatriði.

Loforðin ekki efnd ár eftir ár

„Á Sprengisandi áðan stærir formaður Samfylkingar sig af því að Reykjavíkurborg sé með ein lægstu leikskólagjöld á landinu en skautar algjörlega framhjá því að leikskólaþjónustan í borginni er í molum og barnafjölskyldur fá ekki þá þjónustu sem Samfylkingin hefur lofað kosningar eftir kosningar,“ skrifar Ásdís.

Segir hún að á leikskólum borgarinnar hafi fengið að viðgangast of lengi djúpstæður vandi sem komið hafi niður á börnum og foreldrum í formi lakari leikskólaþjónustu.

„Viðvarandi álag, veikindi og mannekla hafa valdið því að deildir eru lokaðar heilu og hálfu dagana, jafnvel tómar sökum manneklu. Þessi staða hefur ekki síður valdið streitu og álagi hjá foreldrum leikskólabarna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og leikskólagjöld hafa lækkað og kostnaðarþátttaka foreldra farið úr því að vera 20% í 12% hefur staðan á leikskólum ekki skánað, heldur versnað,“ fullyrðir Ásdís.

Þá bendir hún að skráður dvalartími hafi reynst almennt klukkutíma lengri en raun dvalartími. Þennan klukkutíma þurfi þó að manna og í manneklunni reynist borginni það erfitt.

Umdeildu breytingarnar gefi jákvæða raun

Kópavogsbær stóð fyrir umdeildum breytingum í haust sem tóku gildi þann 1. september. Snerust breytingarnar um að sex tíma dvöl eða skemmri yrði gjaldfrjáls, fyrir utan fæðisgjald, en stigvaxandi hækkanir eftir dvalartíma fyrir foreldra sem þyrftu lengri vistun. Þýddi þetta hækkun um tugi prósenta fyrir sumar fjölskyldur.
Samkvæmt nýju gjaldskránni var ekkert dvalargjald fyrir fyrstu sex dvalarstundirnar, en fæðisgjaldið er 10.462 krónur. Fyrir 6,5 dvalarstundir var kostnaðurinn með fullu fæði orðinn 34.616 kr., fyrir 8 stundir er það 49.474 kr. og fyrir hámarksdvöl, 9 stundir, þarf að greiða 77.474 krónur.

Segir Ásdís að bærinn sé þegar farinn að sjá jákvæðar breytingar af þessari ákvörðun. Ef fram fer sem horfir verði leikskólar bæjarins fullmannaðir í haust, þriðjungur foreldra hefur stytt dvalartíma barnanna sinna og 19 prósent foreldra nýta sér sex klukkustundir, eða skemur, gjaldfrjálsa þjónustu. „Til samanburðar var hlutfallið 2% fyrir breytingar,“ skrifar Ásdís.

Þá hafi meðaldvalartími barna farið úr því að vera 8,1 tímar og niður í 7,5 tímar og að börn skráð 8 tíma eða lengur séu í dag 56% samanborið við 85% fyrir breytingarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umferðarslys við Borgartún

Umferðarslys við Borgartún
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Forgangshópum á höfuðborgarsvæðinu boðið upp á bólusetningar frá 18. október

Forgangshópum á höfuðborgarsvæðinu boðið upp á bólusetningar frá 18. október
Fréttir
Í gær

Hvernig mun NATO bregðast við ef rússnesk flugskeyti lenda í Póllandi?

Hvernig mun NATO bregðast við ef rússnesk flugskeyti lenda í Póllandi?
Fréttir
Í gær

Eitrað andrúmsloft – UMFN leggur niður glímudeild félagsins í skugga heiftarlegra deilna

Eitrað andrúmsloft – UMFN leggur niður glímudeild félagsins í skugga heiftarlegra deilna
Fréttir
Í gær

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað
Fréttir
Í gær

Steingerður nýr ritstjóri Lifðu núna

Steingerður nýr ritstjóri Lifðu núna