fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Nú er varnarmálaráðherra Kína horfinn og enginn skilur neitt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. september 2023 17:45

Li Shangfu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hávær orðrómur er á kreiki um að Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hafi mátt sæta einhverskonar rannsókn í heimalandi sínu og búast megi við að honum verði velt úr sessi innan tíðar. Shangfu, sem var skipaður í embættið valdamikla í mars á þessu ári, hefur ekki sést opinberlega í tvær vikur og verjast stjórnvöld landsins allra frétta af því hvar hann er niðurkominn. Shangfu er annar ráðherrann á skömmum tíma sem „hverfur“ með þessum hætti en skemmst er að minnast örlaga Qin Gang, utanríkismálaráðherra landsins í sumar.

Qin Gang hvarf af yfirborði jarðar í rúman mánuð en hann var sagður vera eftirlæti Xi Jingping,  forseta Kína og formann kínverska kommúnistaflokksins. og þar með væri framtíð hans afar björt í kínverskum stjórnmálum. Ekkert var gefið upp um brotthvarf Qin Gang fyrr en skyndilega var greint frá því að hann hefði verið settur af sem utanríkisráðherra og forveri hans í embætti, Wang Yi, tók við embættinu að nýju. Þó var greint frá því að ráðherrann brottræki myndi halda sæti sínu í ríkisráði Kína en hvað hann hafi gert til að verðskulda slíka niðurlægingu.

En nú telja margir að Li Shangfu bíði sömu örlög. Hann sást síðast opinberlega þann 29. ágúst en nokkrum vikum fyrr fór hann í opinbera heimsókn til Rússlands og Belarús þar sem hann fundaði með Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Alexander Lukashenko, forseta Belarús. Ekki má búast við því að gefið verði upp hvar hann missteig sig í starfi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafþór Logi látinn

Hafþór Logi látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðbjörg Magnúsdóttir látin

Guðbjörg Magnúsdóttir látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Á hælunum á „afar hættulegum“ morðingja sem myrti ungan tæknifrumkvöðul

Á hælunum á „afar hættulegum“ morðingja sem myrti ungan tæknifrumkvöðul