fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Hversu oft áttu að þvo handklæðin?

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. september 2023 10:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þvotturinn er eitthvað sem yfirgefur okkur aldrei og þvottakarfan virðist nær aldrei tæmast. Margir elska að þvo, meðan aðrir hata þetta heimilisverk og forðast í lengstu lög að henda í vél.

Það er klassískt að velta fyrir sér hversu oft, eða hversu sjaldan á að þvo tilteknar flíkur. 

Breska sturtufyrirtækið Showers to You ákvað á dögunum að kanna hversu oft bBetar þvo handklæðin sín. 2.200 svör bárust og niðurstöðurnar eru þær að 44% Breta þvo hand­klæðin sín aðeins á þriggja mánaða fresti. 

BBC fjallaði um könnunina og þar kom fram að 20% svar­enda sögðust þvo hand­klæðin sín einu sinni í mánuði, 25% þrífa hand­klæðin viku­lega og 5% þrífa hand­klæðin eft­ir hverja notk­un.

Einu sinni í viku skynsamlegt

„Ég er í nettu áfalli því ég hefði haldið að hand­klæðin yrðu skítug, sveitt og mjög óþægi­leg í notk­un,“ seg­ir Dr. Sally Bloom­field, sér­fræðing­ur í hrein­læti heim­il­is og smit­sjúk­dóma­vörn­um, við BBC.

Segir hún að skyn­sam­legt sé að þrífa hand­klæði að minnsta kosti einu sinni í viku.

„Þrátt fyr­ir það að hand­klæðin líti út fyr­ir að vera hrein, þá safn­ast millj­ón­ir örvera fyrir á þeim með tím­an­um sem getur haft heilsufarslega hættu í för með sér fyrir þig og aðra sem búa með þér á heimilinu,“ segir Bloomfield og bætir við að ef handklæðin eru ekki þvegin reglulega „þá safnast fjöldi örveranna upp í handklæðunum og svo þegar þau eru loks þvegin þá er mjög erfitt að fjarlægja þær allar.“

Bendir Bloomfield á að þegar við þurrkum mismunandi svæði líkamans taka handklæði upp örverur, sem dæmi á fótum okkar þær sem valdið geta fótsveppum.

Flestar lífverur á húð okkar eru ekki smitandi, en ef þær komast í skurði og sár á líkama okkar getur slíkt valdið sýkingum að sögn Bloomfield, „ef þú býrð með öðrum, þá ættir þú að vera sérstaklega varkár. Stundum berum við áfram lífverur sem valda því kannski ekki að við verðum veik á því augnabliki, en ef við sendum þær áfram til annarra geta þeir orðið veikir.“

Og þó lífverurnar valdi okkur ekki skaða, getur annað átt við aðra heimilismenn, til dæmis þegar heimilismenn deila handklæði sem þegar hefur verið notað eða slíkt handklæði er þvegið með öðrum flíkum.  „Þannig getur sýking breiðst út.“

Og þó að þú búir ein/n/tt ráðleggur Bloomfield að láta ekki lengur en tvær vikur líða þar til kemur að þvotti.

Dr Cristina Psomadakis húðsjúkdómalæknir fyrir hjá bresku heilbrigðisstofnuninni NHS hvetur fólk til að gera áætlun um hversu oft eigi að þvo handklæði og þvottapoka.

„Ef þú þjáist af bólum í andliti eða líkama eða bólgu í hársekkjum, þá viljum við að þú þvoir handklæðið þitt oft.“ Hún segir að léleg heimilisþrif, þar á meðal með þvott á handklæðum, geti verið þáttur í þróun húðsjúkdóma.

„Þú verður að taka á þessum hreinlætismálum. Annars mun málið halda áfram að vera vandamál fyrir þig.“

Mynd: Getty

Handklæði fyrir andlitið og ræktina

Ef þú ert einstaklingur sem mætir í ræktina þá eru allar líkur á að þú notir handklæði þar til að þurrka af þér svitann. Bendir Bloomfield á að nauðsynlegt sé að þvo þau handklæði reglulega.

„Þú ert að svitna og með því ertu að losa húðfrumur af yfirborði líkamans og fleiri bakteríur á handklæðið. Ef að þú þværð ekki handklæðið þá mun það mengast meira við næstu notkun og koll af kolli og þannig erfiðara að ná þvi alveg hreinu í þvotti.“

Hún segir að ef þú gerir það ekki muni það verða „mjög mengað“ og síðan erfiðara að afmenga það í þvotti.

Psomadakis mælir með að nota fleiri handklæði en eitt.  „Ekki gleyma því að þegar þú ert að nota líkamshandklæði ertu að þurrka þig á stöðum þar sem þú gætir til dæmis verið með ákveðnar tegundir baktería sem tengjast hægðum. Og þó svo væri ekki þá ertu jafnvel að þurrka burt ýmsar örverur sem þú vilt ekki bera áfram í andlitið á þér.“

Bloomfield viðurkennir að það þurfi einnig að horfa til umhverfis- og kostnaðarsjónarmiða þegar kemur að þvotti, en hún segir að það sé betra að þvo reglulega við lágan hita en við háan hita af og til.

„Haltu örverunum þínum fyrir sjálfan þig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“