fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Bruninn á Kebab House í Keflavík – Eigandinn sakfelldur fyrir íkveikju og tryggingasvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. september 2023 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Mhd Badr Eddin Kreiker sem dæmdur var í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir íkveikju og tryggingasvik.

Málið snertir eldsvoða á veitingastað hans, Kebab House, sem varð 21. júní 2020. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir brunann vegna gruns um reykeitrun. Staðurinn var til húsa við Hafnargötu í Keflavík en er ekki starfræktur lengur.

Síðar kom í ljós að eigandinn hafði valdið brunanum. Kveikti hann eld á tveimur mismunandi stöðum í húsinu, undir borði við kjöstand og grill annars vegar og hins vegar í hillu undir hitabökkum hjá afgreiðsluborðinu. Hann bar að eldfim efni á þessi svæði og lagði eld að með þeim afleiðingum að eldurinn breiddist út.

Mánuði eftir brunann gerði hann tilraun til að fá greiddar bætur vegna tjónsins hjá VÍS. Tryggingafélagið hafnaði kröfunni með vísan til þess að um íkveikju hefði verið að ræða.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“