fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fréttir

Þetta er fólkið í innsta hring Zelenskyy – Herforinginn, skugginn og tungan

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. september 2023 08:00

Zelensky á sér nána samstarfsmenn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, er mikilvægast andlit landsins út á við en hann ber ekki einn þungann af því að afla stuðnings hjá Vesturlöndum við stríðið gegn rússneska innrásarliðinu. Í innsta hring hans er þungavigtarfólk sem leggur mikið af mörkum til að tryggja stuðning erlendra ríkja við Úkraínu.

Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Zelenskyy rak varnarmálaráðherrann Olekseii Reznikov vegna fjölda spillingarmála innan hersins. Ef allt fer eins og Zelenskyy vill þá mun Rustem Umerov taka við embætti varnarmálaráðherra sem er auðvitað eitt allra mikilvægasta embættið í Úkraínu þessa dagana. „Hann þarfnast ekki frekari kynningar við,“ sagði Zelenskyy að sögn New York Post þegar hann tilkynnti að hann tilnefni Umerov í embættið.

Rustem Umerov.

 

 

 

 

 

 

 

Umerov er vel þekktur í Úkraínu. Á síðasta ári gegndi hann lykilhlutverki í samningaviðræðum við Rússa um útflutning á milljónum tonna af úkraínsku korni. Hann hefur einnig séð um fjölda samningaviðræðna við Rússa um fangaskipti og hann hefur séð um skipulagningu á brottflutningi óbreyttra borgara frá mestu átakasvæðunum.

Hann situr á þingi fyrir lítinn stjórnarandstöðuflokk sem heitir Holos en þrátt fyrir það hefur Zelenskyy tilnefnt hann í embættið. Bakgrunnur hans er einnig óvenjulegur því hann tilheyrir minnihlutahópi Krímtatara, sem eru aðallega múslimar, sem hafa sætt mikilli kúgun af hálfu Rússa í gegnum tíðina. Líklegt má telja að fljótlega verði Umervo hluti af innsta hring Zelenskyy.

Sveigjanlegi herforinginn

Valerii Zaluzhnyi hafði aðeins gegnt embætti yfirmanns úkraínska hersins í sjö mánuði þegar Rússar réðust inn í landið. En hann var svo sem enginn græningi því hann var næstæðsti yfirmaður hersins í austurhluta Úkraínu 2014 þegar barist var við uppreisnarmenn sem nutu stuðnings Rússa.

Hann leggur áherslu á opnar og auðveldar samskiptaleiðir innan hersins og að herforingar hafi mikið svigrúm til ákvarðanatöku á vígvellinum. BBC segir að þetta hafi veitt hernum mikinn sveigjanleika á vígvellinum, sem hafi átt stóran þátt í að koma í veg fyrir að rússneski herinn, sem er ekki mjög sveigjanlegur, hafi beinlínis valtað yfir úkraínska herinn. Umheimurinn veit vel af Zaluzhnyi en hann var valinn einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heimsins á síðasta ári af Time Magazine.

Valerii Zaluzhnyi.

 

 

 

 

 

 

 

Hann veitir sjaldan viðtöl en þrátt fyrir að halda sig til hlés frá kastljósinu er hann þjóðhetja í Úkraínu vegna góðs árangurs í stríðinu við innrásarherinn.

Hreinskilni utanríkisráðherrann

„Ég ráðlegg öllum gagnrýnendum að halda kjafti og koma til Úkraínu og reyna að frelsa einn fersentimetra.“ Þetta sagði Dmytry Kuleba, utanríkisráðherra, í lok ágúst þegar þolinmæði hans í garð þeirra, sem hafa gagnrýnt hægagang gagnsóknar Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu, þraut. Lét hann þessi ummæli falla á fundi utanríkisráðherra ESB-ríkjanna á Spáni.

Dmitry Kuleba.

 

 

 

 

 

 

 

Hann hefur gegnt embættinu síðan 2020 og hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir að tryggja áframhaldandi stuðning Vesturlanda, pólitískan og hernaðarlegan, við Úkraínu.

Skuggi Zelenskyy

Þegar Zelenskyy birtist á almannafæri er Maksym Donets yfirleitt í för með honum og fylgir honum eins og skuggi. Hann er lífvörður Zelenskyy og hefur verið síðan 2019. Haft hefur verið á orði að hann sé einnig „tvífari“ Zelenskyy því þeir líkjast nokkuð.

Maksym Donets.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðgjafinn

Þegar tilkynningar eru sendar frá forsetaskrifstofunni þá er það yfirleitt Mykhailo Podolyak sem sér um það. Hann er aðalráðgjafi Zelenskyy og hann lætur sér ekki duga að hvísla góðum ráðum í eyru forsetans því hann tjáir sig oft við alþjóðlega fjölmiðla.

Mykhailo Podolyak.

 

 

 

 

 

 

 

Njósnaforinginn

Það hefur eflaust verið erfitt fyrir Zelenskyy að þurfa að reka Ivan Bakanov úr embætti yfirmanns leyniþjónustunnar SBU í júlí á þessu ári. Það gerði hann í kjölfar frétta um að margir starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu lagt Rússum lið. Bakanov og Zelenskyy eru æskuvinir og Bakanov var einn af aðalhöfundunum á bak við pólitískan feril Zelenskyy.

Vasily Malyuk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vasily Malyuk tók við embættinu en hann hefur starfað innan SBU síðan 2001. Hann var maðurinn á bak við sprengjuárásina á Krímbrúna í október á síðasta ári og fjölda annarra aðgerða sem Úkraínumenn tjá sig ekki um. Reuters segir að hann hafi látið hafa eftir sér í júlí að margar sérsveitaraðgerðir hafi átt sér stað í stríðinu og hægt verði að ræða sumar þeirra opinberlega að stríðinu loknu en aðrar verði ekki rætt um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Karen Millen reynir að byggja sig upp á ný eftir Íslandshrakfarirnar – „Ég bjó þarna í tuttugu ár og fékk eitt ár til að tæma húsið“

Karen Millen reynir að byggja sig upp á ný eftir Íslandshrakfarirnar – „Ég bjó þarna í tuttugu ár og fékk eitt ár til að tæma húsið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Liggur á að rannsaka Kleppjárnsreyki – „Með hverju árinu sem líður fækkar fórnarlömbunum“

Liggur á að rannsaka Kleppjárnsreyki – „Með hverju árinu sem líður fækkar fórnarlömbunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Að minnsta kosti þrír handteknir í aðgerðum sérsveitar og lögreglu í Flúðaseli – Sama íbúð og síðast

Að minnsta kosti þrír handteknir í aðgerðum sérsveitar og lögreglu í Flúðaseli – Sama íbúð og síðast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Gaggalagú“ að flytja Hæstarétt yfir í Safnahúsið

„Gaggalagú“ að flytja Hæstarétt yfir í Safnahúsið