fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fréttir

Ráðgerir að synda til Íslands ef áfengið klárast

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. september 2023 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtiferðaskipið The Ocean Explorer strandaði við Alpafjörð við austurströnd Grænlands fyrir tveimur dögum og er sá möguleiki fyrir hendi að skipið muni sitja þar fast nokkra daga til viðbótar. Um 206 manns eru um borð í skipinu en nokkrar tilraunir til þess að losa skipið í háflóði báru ekki árangur. Engin ummerki eru um að skipið sé byrjað að leka og því steðjar engin hætta að fólkinu um borð í bili. Þrír einstaklingar um borð eru sagðir hafa greinst með Covid og hafa þeir verið einangraðir.

CNN fjallar um málið á vef sínum í morgun en fréttastofa miðilsins náði stuttu viðtali við einn farþega um borð, Lis að nafni. Sú sagði að mórallinn um borð væri ágætur en hennar mesti ótti væri sá að áfengisbirgðir skipsins myndu klárast. Hún er hins vegar með áætlun fyrir hendi ef svo fer. „Ég fór á sundnámskeið áður en ég fór í þessa ferð og ég er góður sundmaður. Svo bíðið þið bara, ég gæti synt aftur til Íslands,“ sagði hin bjartsýna Lis í samtali við CNN.

Talsmaður norðurslóðardeildar danska hersins hefur sagt að skip á svæðinu séu reiðbúin að koma til aðstoðar og svo gæti farið að leitað yrði til íslensku Landhelgisgæslunnar.

Ocean Explorer var smíðað árið 2021 og er í eigu ástralska fyrirtækisins Aurora Expeditions en skipið siglir undir fána Bahamaeyja. Skipið, sem er 104 metrar á lengd og átján metrar á bredd, hefur verið tíður gestur hérlendis en síðasta heimsóknin var í júlí á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna

Morðið við Fjarðarkaup – Styttist í réttarhöld – Bótakröfur um 20 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“

Páll skipstjóri gerir upp símamálið – „Ég er búin að ráða mér lögfræðing og hún segir að Samherji sé bara ógeðslegt fyrirtæki“