Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður, sem grunaður erum frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun, þurfi að sæta því að lögregla taki stroksýni úr munni hans í rannsóknarskyni.
DNA-sýni úr óþekktum aðila hafa fundist á límbandi sem notað var til að festa mann, sem sætti miklu ofbeldi, við stól. Ljóst er að hér er um mikilvægt sönnunargagn að ræða en málsavikum er lýst svo í úrskurði héraðsdóms:
„Brotaþoli lýsir því að hann hafi verið frelsissviptur, fjárkúgaður og beittur miklu líkamlegu ofbeldi í þeim tilangi að ná út úr honum peningum. Brotaþoli lýsir því að hann hafi verið teypaður við stól meðan á þessu stóð a.m.k. hafi hann verið hafður þannig hluta af atburðarásinni. Meint brot á að hafa átt sér stað á heimili X að […] á Akureyri. Brotaþoli lýsir því að sakborningurinn X hafi haft sig aðallega fram í þessari atburðarás. Það var gerð húsleit á heimili sakbornings og þar fannst meðal annars notað límband. Á límhluta límbandsins fundust DNA sýni sem reyndust vera úr brotaþola og óþekktum karlmanni sem lögreglan hefur sterkan grun um að sé af sakborningi. Sakborningur hefur alfarið hafnað því að gefa DNA sýni vegna rannsóknar þessa máls.“
Það er niðurstaða dómstólanna að framkvæma beri þessa sýnatöku enda sé hún sakborningi að meinalausu og hann sé grunaður um að hafa framið brot sem varðað getur fangelsissrefsingu.
Úrskurðina má lesa hér.