fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fær skaðabætur eftir lögregluaðgerðir – Kynntist manni á Facebook og lét sækja pakka frá honum á pósthúsið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 12:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í morgun í máli manns sem stefndi ríkinu vegna lögregluaðgerða sem beitt var gegn honum árið 2016. Var maðurinn settur í gæsluvarðhald og einangrun í sjö sólarhringa, gerð var leit á heimili hans og í bíl og snjalltæki hans voru haldlögð og rannsökuð.

Aðdragandinn var sá að tveir menn voru handteknir með tæplega kíló af metamfetamíni. Um var að ræða sendingu sem annar mannanna hafði sótt á pósthús og farið með heim til hins mannsins. Tollverðir hjá Íslandspósti höfðu haft samband við lögreglu og tilkynntu henni um innihald sendingarinnar. Lögregla skipti út efninu fyrir gerviefni og kom fyrir hlustunar- og staðsetningarbúnaði í pakkanum. Þannig rakti lögregla efnið til mannanna. Í yfirheyrslum nefndu þeir stefnanda málsins til sögunnar og báru að hann hefði beðið annan manninn um að taka á móti póstsendingunni.

Stefnandi var síðan handtekinn og framangreindar lögregluaðgerðir áttu sér stað. Í yfirheyrslum sagðist hann hafa kynnst manni á Facebook sem bað hann um að koma gjöf til skila sem hann ætlaði að senda til Íslands. Sagði stefnandi að hann hefði ekki vitað að fíkniefni voru í sendingunni.

Rannsóknin gegn manninum var síðan felld niður. Í kjölfarið fór hann í mál við ríkið vegna lögregluaðgerðanna og krafðist fjögurra milljóna króna í miskabætur. Sagði hann málið hafa valdið sér miklum skaða, andlegum þjáningum og álitshnekki. Handtaka lögreglu hefði ekki verið réttmæt og ekki uppfyllt skilyrði 90. gr. laga um meðferð sakamála, en í fyrstu málsgrein segir:

„Lögreglu er rétt að handtaka mann ef rökstuddur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem sætt getur ákæru, enda sé handtaka nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot, til að tryggja návist hans eða öryggi hans eða annarra ellegar til að koma í veg fyrir að hann spilli sönnunargögnum.“

Samkvæmt 246. greinar laga um meðferð sakamála á maður sem borinn er sökum í sakamáli rétt til bóta ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess það að hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur.

Samkvæmt annarri málsgrein sömu laga má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.

Dómari mat hvort maðurinn hefði valdið aðgerðum lögreglu sjálfur og var niðurstaðan sú að svo hefði ekki verið. Framburður hans hefði að vísu stundum verið óskýr en hann hefði engu að síður í heildina verið mjög samstarfsfús.

Niðurstaðan var sú að honum voru dæmdar 1,7 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis