fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli vakti þegar Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hélt ræðu á sjómannadaginn sem haldinn var seinasta sunnudag. Þar sagði Kári það dapurlegt að sjá að sjómannastéttin hafi glatað stað sínum í hjarta þjóðarinnar. Stéttin njóti ekki sömu virðingar og áður og það þurfi að breytast. Útgerðarfélög arðræni þjóðina og níðist á sjómönnum, sem eigi það hvorki skilið né eigi að taka því sitjandi og hljóðalaust. Kári sagði tíma kominn á sjómannabyltingu, en til þess þurfi sjómenn að skipuleggja sig og ráðast í kraftmikla baráttu, krefjast svara um meinta spillingu og ráða henni bót, reynist þær grunsemdir á rökum reistar. Að lokum sagði Kári:

„Ef þið gerið þetta ekki verður ykkar ekki einu sinni minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki. Ykkar verður einfaldlega ekki minnst. Það kemur enginn til með að muna eftir ykkur. Þið fallið kylliflatir á nefið inn í gleymskunnar dá. Þetta er ekki spádómur heldur lýsing á því ástandi sem við stöndum frami fyrir í dag. Svo í guðanna bænum rísið þið nú upp og reisið um leið heiður íslensks sjávarútvegs til fyrri hæða.“

Ekki sammála öllu

Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins, telur þó að Kári hafi gengið of langt í ummælum sínum og svarar fullum hálsi í grein sem birtist hjá Vísi í gærkvöldi.

„Sæll Kári Stefánsson og takk kærlega fyrir þitt hressilega innlegg í hátíðarhöld Sjómannadagsins. Þú hefur löngum haft lag á því að taka til máls með þeim hætti að fólk leggi við hlustir. Þess vegna var ádrepan þín í Grindavík ekki bara skemmtileg heldur góð brýning. Þú eggjaðir okkur sjómenn til dáða og hvattir okkur til þess að fara í fylkingarbrjósti byltingar gegn mögulegri spillingu í sjávarútveginum. Og bættir því reyndar við að ef við ekki þyrðum yrðu það örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar.“

Aríel segist ekki hafa skrifað grein sína til að taka undir með öllu sem Kári sagði, þó vissulega taki hann undir sumt. Aríel er þó ekki sammála því að „það sé samasemmerki á milli íslensk sjávarútvegs sem atvinnugreinar og sjómennsku“.

Vissulega megi vera að sjómenn hafi liðið eitthvað fyrir þær deilur sem hafa átt sér stað um sjávarútveginn, útgerðir, veiðar, vinnslu, verðmætaskiptingu, kvótakerfið og þar eftir götum.

„Ég leyfi mér samt að trúa því að sjómennirnir sjálfir standi utan við þessa endalausu orrahríð umræðunnar.“

Aríel er ósammála Kára um að sjómenn séu minna virtir í dag vegna orðspors útgerðarinnar og ekki telur Aríel að útgerðin hafi einsleita mynd í huga þjóðarinnar, líkt og Kári heldur fram.

„Það er eflaust misjafn sauður í mörgu fé eins og víða annars staðar en þegar grannt er skoðað er ég viss um að flestir geti verið sammála um að íslenskur sjávarútvegur sé að stenda sig afskaplega vel í þeirri hörðu alþjóðlegu samkeppni sem hann tekur þátt í alla daga ársins.“

Það sé því ekki hlutverk sjómanna að blása til byltingar. Vel getur verið að þjóðin sjái tilefni til að krefjast breytinga, þó að Aríel sjálfur líti svo á að hér á landi sé að finna vandað sjálfbært fiskveiðistjórnunarkerfi, þó vissulega geti gott lengi batnað.

Mögulega mun aldrei vera almenn sátt hérlendis um fyrirkomulag fiskveiða og gjaldtöku af þeirri auðlind.

„Vonandi hafa samt þær raddir álíka rangt fyrir sér og þín þegar þú fullyrðir að vegna vesaldóms verði sjómanna yfir höfuð ekki minnst þegar fram líða stundir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka