fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Segja að Rússar standi frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 09:00

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski herinn stendur nú frammi fyrir erfiðri ákvarðanatöku að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Segir ráðuneytið að árásir rússneskra uppreisnarmanna, sem njóta stuðnings Úkraínu, í Belgorod í Rússlandi, geri að verkum að nú verði Rússar að velja um hvort þeir styrkja varnir sínar í héraðinu eða haldi herliði sínu í varnarstöðvum í Úkraínu.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Tænketanken Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, sagði í samtali við TV2 að það muni krefjast mikils af Rússum að halda landamærum sínum eins og staðan er núna.  „Rússar neyðast til að tryggja öryggið á eigin landamærum, annars getur það haft áhrif á stuðninginn heima fyrir,“ sagði hann.

Hann sagðist telja það stórt vandamál fyrir Rússa að rússneskir uppreisnarmenn eru farnir að gera árásir nærri landamærunum. „Rússar eru nú þegar í þröngri stöðu í Úkraínu og það að senda hersveitir til landamæranna er ekki gott fyrir þá,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka