fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Pútín tilkynnti Rússum að úkraínskar hersveitir hefðu ráðist inn í Rússland – Ekki var allt sem sýndist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. júní 2023 04:14

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í nokkrum rússneskum héruðum heyrðu í gær Vladímír Pútín segja í útvarpi að úkraínskar hersveitir hefðu ráðist yfir landamærin og inn í Rússland og að nú væri búið að lýsa yfir neyðarástandi.

„Úkraínskar hersveitir, vel búnar vopnum frá NATO og studdar af Bandaríkjunum, hafa ráðist inn í Rostov, Belgorod og Voronezj“ heyrðist forsetinn segja.

En þetta var í raun ekki Pútín heldur einhver sem þóttist vera hann og tókst að komast inn í útsendingar fjölda útvarpsstöðva með tölvuárás.

Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar, að sögn rússnesku ríkisfréttastofunnar RIA. Sagði hann að allt sem sagt var hafi verið lygi.

Ekki er vitað hvor einstaklingur var að verki eða hópur.

Á sunnudaginn voru þrjótar einnig að verki þegar þeir hökkuðu sig inn á margar sjónvarpsstöðvar á Krím og sýndu upptökur af úkraínskum hermönnum sem setja fingurinn upp að vörum sér og sussa. Þetta er myndband sem úkraínska ríkisstjórnin birti um helgina á Twitter í tengslum við gagnsókn Úkraínumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka