fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Kvikmyndaleikstjórinn Anton dæmdur fyrir fjárdrátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júní 2023 16:26

Anton Ingi Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson var á föstudaginn, 2. júní, sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Var hann dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Meint brot varða ólögmæta ráðstöfun á tekjum fyrir kvikmyndina Grimmd sem Anton leikstýrði og sýnd var árið 2016. Í fyrsta lagi var Anton sakaður um að hafa dregið félagi í sinni eigu, Virgo Films ehf., samtals rúmlega 3,2 milljónir króna af fjármunum sem áttu að renna til framleiðslufyrirtækis myndarinnar, Virgo 2. Um var að ræða greiðslur frá 365 miðlum hf. fyrir sýningarrétt á myndinni.

Í öðru lagi var Anton sakaður um að hafa með samningi við Sagafilm, í nafni Virgo Films, ráðstafað sýningarrétti á kvikmyndinni Grimmd í „In-flight“ kerfi Icelandair og dregið Virgo Films það endurgjald sem greitt var fyrir sýningarréttinn, sem var ein milljón króna, þó að honum mætti vera ljóst að peningarnir tilheyrðu fyrirtækinu Virgo 2.

Í þriðja lagi var Anton sakaður um að hafa dregið sér fé frá Virgo 2 með því að millifæra peninga af bankareikningi félagsins inn á sinn persónulega bankareikning. Sá fjárdráttur nemur rúmlega 4,3 milljónum króna.

Einnig var Anton sakaður um að hafa dregið Virgo Films 18,5 milljónir króna af reikningi Virgo 2. Hann var auk þess sakaður um peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo Films ávinnings af brotinu fyrir 18,5 milljónir króna. Um var að ræða fjármuni frá Senu fyrir sýningarrétt á myndinni.

Einum ákærulið vísað frá dómi

Anton neitaði sök fyrir dómi en héraðsdómur fann hann sekan í öllum ákæruliðum nema lið þrjú, þar sem hann var sakaður um að hafa millifært 4,3 milljónir af bankareikningi Virgo 2 yfir á sinn eigin reikning. Var það niðurstaða að annar maður hefði framkvæmt þessa millifærslu. Var þessum hluta ákærunnar vísað frá dómi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon

GDRN, Salka Sól og DJ Dóra Júlía koma fram á góðgerðartónleikum í Sky Lagoon
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi

ESB íhugar að breyta reglum um ökuréttindi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu

Pútín óttast hljóðlausa uppreisn í stjórnkerfinu
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka