fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
Fréttir

Kristjáni sagt upp hjá Endurmenntun HÍ vegna ummæla um trans fólk

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 5. júní 2023 15:00

Kristján Hreinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Hreinsson rithöfundur hefur um árabil kennt námskeið um skáldsagnaritun við Endurmenntun Háskóla Íslands. Kristján segir í tilkynningu á Facebook-síðu sinni í dag að hann hafi nú verið rekinn frá Endurmenntun vegna pistils um transmálefni. Kristján skrifar:

„Ég var rekinn úr starfi kennara við Endurmenntun Háskóla Íslands vegna ummæla minna. Í umræðu vegna ummæla minna, sem reyndar fjalla um umræðu á villigötum, er ég sakaður um að ráðast gegn transfólki. En ef grannt er skoðað þá hef ég ekki ráðist að neinum sérstökum hóp, ég hef ráðist gegn umræðuhefð. Ég hef ekki ráðist að neinum einstaklingi. Þvert á móti er ég að reyna að bæta skilning fólks á nokkrum staðreyndum.“

Pistillinn umdeildi er reyndar ekki lengur í birtingu á Facebook-síðu Kristjáns en hann segir í samtali við DV að hann hafi tekið hann út þar sem hann sá að stefndi í slæman misskilning.

Mannlíf fjallaði um pistilinn í síðustu viku en Kristján sagði meðal annars í pistlinum:

„Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“
Einnig þetta:
„Aumingjavæðingin er hættuleg. Umburðarlyndið er skaðlegt þegar kemur að viðurkenningu duttlunga og komplexa. Við erum í raun og veru að svipta fólk rétti til mannsæmandi lífs með því að sýna tvöfalt siðgæði í formi hins falska samþykkis.
Samfélagið er að bregðast með því að sýna öryggisnet sem er fullkomlega glatað. Við ýtum undir fordóma með því að taka þátt í vitleysunni.
Hið versta við öll þessi minnihlutaréttindi er að þau skapa fordóma og gera í öllum tilvikum illt verra.
Ástæðan er sú að öll þessi svokallaða barátta er reist á viðurkenndri heimsku, fölskum forsendum og gagnkvæmum misskilningi.“

„Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk“

Kristján færðist undan því að tjá sig frekar um málið í bili umfram Facebook-færsluna. Segir hann þar að fólk hafi mistúlkað orð hans sem árás á einn hóp:

„Fólk hefur ákveðið að skilja orð mín sem árás á tiltekinn hóp. En í þeirri árás hef ég engan þátt tekið. Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þykja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“

Kristján sagði við Vísi: „Yfirmaður minn tjáði mér að vegna ummæla minna þar væri Endurmenntun ekki stætt á að hafa mig áfram sem námskeiðshaldara og yfirstandandi námskeið, Skáldsagnaskrif, hafi verið hætt vegna ummæla minna.“

Vísir segir einnig að málinu sé ekki lokið af Kristjáns hálfu og hann sé að ráðfæra sig við lögmenn. Megi heyra á honum að það stefni í málsókn gegn Háskóla Íslands.

DV sendi fyrirspurn vegna málsins til Höllu Jónsdóttur, endurmenntunarstjóra Háskóla Íslands. Beðið er svara við fyrirspurninni.

 

Hvað er trans?

Samkvæmt pistli á heilbrigðisfræðsluvefnum WebMD teljast um 1,4 milljóna Bandaríkjamanna vera trans. Þar segir að „Transgender“ sé samheiti yfir fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra samrýmist ekki því líffræðilega kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu.

Á vefnum „Hins segin frá Ö til A“ sem Samtökin 78 reka er gerð grein fyrir muninum á líffræðilegu og félagslegu kyni. Þar segir:

„Kyngervi er hið félagslega mótaða kyn en ekki hið líffræðilega kyn. Þessi mótun tekur til dæmis til þeirra væntinga sem samfélagið gerir til karla og kvenna, þeirra verksviða sem hvort kyn er talið geta eða eiga að tileinka sér og þess hvaða áhugamál og klæðaburður er talinn við hæfi. Þau skilaboð sem karlar og konur fá geta verið mótsagnakennd og tekið breytingum, bæði á mismunandi tímum og milli menningarsvæða. Þau eru einnig ólík eftir aldri, stétt, stöðu, kynhneigðkynvitundkyneinkennum, holdafari, fötlun og annarri stöðu viðkomandi. Það er þessi mótun sem átt er við þegar rætt er um kyngervi.“

Um helgina birtist áhugaverð grein á dv.is, eftir Jakob Snævar Ólafsson. Þar kemur fram að fyrsti Bandaríkjamaðurinn fór í kynleiðréttingu árið 1952. Þar eru einnig rakin dæmi um fólk sem fellur ekki undir kynjatvíhyggju allt aftur til Rómaveldis og Forn-Grikklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“