fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Guðrún lét drauminn rætast og flutti alfarið í bústaðinn eftir starfslok – Upplifir sig sem annars flokks vegna framgöngu sveitarstjórnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 4. júní 2023 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Njálsdóttir og maki hennar ákváðu við starfslok að láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið sem þau eiga. Þetta gerðu þau vitandi að ekki væri hægt að skrá frístundahúsið sem lögheimili í Þjóðskrá heldur yrðu þau að sætta sig við að vera með ótilgreint aðsetur. Þetta hafi þau gert með glöðu geði og slík skráning fullkomlega lögleg.

Lögleg skráning sem elur þó á tortryggni

En þó séu ekki allir sem skilja slíka skráningu. Guðrún vekur athygli á raunum sínum í pistli sem hún birti hjá Vísi í dag.

„Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum.“

Taldi Guðrún að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að gera mikið af góðum umbótum. Hún hafi því tekið þátt í að stofna samtök í Grímsnesi og Grafningshreppi sem fékk nafnið Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum þeirra sem býr í frístundahúsum, en í sveitarfélaginu er að sögn Guðrúnar stór hópur fólks sem hefur í áraraðir haft slíka búsetu.

Fyrir seinustu sveitarstjórnarkosningar hafi samtökin leitað til frambjóðenda og fengið á fund með sér þar sem óskað var eftir samráði og hafi báðir listar sem fóru fram lýst yfir vilja til slíks.

„En eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá?“

Sveitarstjórn kalli eftir upplýsingum en neiti að taka við þeim

Nýlega hafi Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, ritað grein þar sem hún sagði fjölgun íbúa í sveitarfélaginu með ótilgreint heimilisfang hafi torvelt greingu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu, en um 10 prósent íbúa sveitarfélagsins séu með ótilgreint heimilisfang. Benti Ása Valdís á að samkvæmt lögum um lögheimili skuli lögheimili skráð í íbúð eða húsi sem sé skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá.

Í grein sem hún birti hjá sunnlenska.is segir:

„Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu.“

Vel sé hægt að flytja í íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins sem uppfylli skilgreiningu laga.

Guðrún segir að í kjölfar greinarinnar hafi Búsetufrelsi brugðist snarlega við og boðið fram allar þær upplýsingar sem sveitarstjórn gæti vantað um ótilgreinda íbúa, til dæmis fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem séu með slíka skráningu.

„Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum ú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar.“

Guðrún og maki hennar velti því fyrir sér hvort þau séu hreinlega orðin annars flokks fólks, þrátt fyrir að hafa alltaf staðið skil á sköttum og sínum skyldum til þjóðfélagsins. Útilokað sé að snúa þessari þróun við þar sem fleiri vilja nú búa í nánum tengslum við náttúruna og fjarvinna hefur færst í aukarnar. Sveitarstjórn hafi ýmis ráð ef lausnamiðuð hugsun fær að ráða för.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”