fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. júní 2023 09:00

Pantsir-loftvarnakerfi. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld segja að rússneska málaliðafyrirtækið Wagner noti afríska samstarfsaðila til að komast hjá vopnasölubanni Vesturlanda á Rússa.

Vesturlönd hafa gripið til víðtækra refsiaðgerða gagnvart Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Þar á meðal er vopnasölubann.

Bandarísk stjórnvöld hafa einnig gripið til refsiaðgerða gagnvart Ivan Aleksandrovitj Maslov, leiðtoga Wagner í Malí. Hann er sakaður um að notfæra sér ríki í Vestur-Afríku til að sneiða hjá vopnasölubanninu á Rússland.

Í tilkynningu frá bandaríska fjármálaráðuneytinu er því slegið föstu að Maslov hafi reynt að notfæra sér herstjórnina í Malí til að verða sér úti um jarðsprengjur, dróna og ratsjárkerfi til að nota í Úkraínu.

Uppskriftin er einföld. Vopnakaupin eru gerð í nafni Malí en vopnin eru send áfram til Rússlands að sögn Matthew Miller, talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, vísaði þessum fullyrðingum á bug og sagði þær ekki eiga við nein rök að styðjast.

Í bandarískum leyniskjölum, sem var lekið á netið fyrir nokkrum mánuðum, kemur fram að forseti herstjórnarinnar í Malí hafi staðfest að Malí geti keypt vopn frá Tyrklandi fyrir hönd Rússa. Einnig kemur fram í skjölunum að rússneskir málaliðar hafi fundað með tyrkneskum tengiliðum í byrjun febrúar um kaup á vopnum og búnaði.

Matthew Miller tjáði sig ekki um hlut Tyrklands í málinu en sagði að Wagner-hópurinn sé reiðubúinn til að nota fölsuð skjöl í þessum viðskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk