fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. maí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll fyrr í þessum mánuði þar sem vinnuveitandi var sýknaður af kröfum fyrrverandi starfsmanns sem taldi að ráðningarsambandi sínu hafi verið rift með ólögmætum hætti í kjölfar atviks sem átti sér stað á starfsmannaskemmtun, þar sem starfsmaðurinn hafði ráðist að samstarfsmanni sínum með ofbeldi. Var rakið í dómi að ofbeldi í garð samstarfsaðila fæli í sér verulega vanefnd á starfsskyldum og réttlætti fyrirvaralausa riftun. 

RÚV vakti athygli á málinu í dag. 

Málið mátti rekja til starfsmannaskemmtunar sem fór fram árið 2021. Maðurinn var á þeim tíma í fæðingarorlofi en mætti engu að síður á samkomuna. Þar varð hann ósáttur við hegðun tiltekins samstarfsmanns og ákvað að skerast í leikinn. Í lögregluskýrslu var hátterni samstarfsmannsins lýst svo að sá hefi verið ölvaður og með leiðindi sem meðal annars fólust í því að sýna löngutöngina Hefði maðurinn tekið því illa, hrint samstarfsmanni sínum og sparkað í andlit hans. Stjórnendur fyrirtækisins fréttu í kjölfarið af atvikinu og hafði mannauðsstjóri samband við hann og bað hann um að greina frá sinni hlið á málinu. Ræddi mannauðsstjórinn einnig við samstarfsmanninn, sem og nokkra aðra starfsmenn sem voru á samkomunni. Maðurinn var í kjölfarið boðaður á fund með mannauðsstjóra og yfirmanni og á þeim fundi var ráðningarsambandi mannsins við vinnustaðinn rift með vísan til verulegra vanefnda á skyldum. Samstarfsmaðurinn hafi þurft að leita á slysadeild í kjölfar skemmtunarinnar og hafði lýst yfir vilja til að kæra líkamsárásina til lögreglu.

Taldi maðurinn að uppsögn hans væri ólögmæt og fólk lögmanni að gæta hagsmuna sinna. Krafðist hann launa í uppsagnarfresti sem og miskabóta, en þar sem samningi hafði verið rift hafði ekki komið til greiðslna á uppsagnarfresti líkt í kjölfar hefðbundinnar uppsagnar. Vinnuveitandinn hafnaði þó þeirri kröfu og taldi sig réttilega hafa rift ráðningarsamningi án fyrirvara.

Árásin ekki á vinnutíma og ekki á vinnustöð

Fyrir dómi vísaði maðurinn til þess að framkoma hans á starfsmannaskemmtun gæti ekki talist sem vanefnd á skyldum hans samkvæmt ráðningarsamningi og hafi háttsemin ekki skaðað hagsmuni vinnuveitandans. Atvikið hafi eins átt sér stað utan vinnutíma og vinnustaðar. Hafi leikið grunur á að hann hafi gerst sekur um ofbeldi hefði átt að fara með málið í samræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum sem og viðbragðsáætlun um heilsuvernd. Slíku verklagi hafi ekki verið fylgt. Hann hafi eins ekki fengið aðvörun eða færi á að bæta ráð sitt og ekki haft tækifæri til að kynna sér málið nægilega til að koma fram andmælum þar sem vinnuveitandi neitaði að afhenda honum gögn og ekki hafði trúnaðarmaður verið viðstaddur fundinn þar sem samningnum var rift.

Vinnuveitandinn rakti að riftunin hafi byggð á könnun á atvikum, þar með talið á samtölum við vitni. Hafi maðurinn fengið að skýra mál sitt og var frásögn hans að mestu í samræmi við frásögn vitna. Hafi hann viðurkennt að hafa ráðist á samstarfsmann með hnefahöggum og beðist afsökunar. Þolandi hafi leitað til lögreglu og kært líkamsárás og hafi maðurinn viðurkennt brotið í skýrslutöku og greitt sáttagreiðslu fyrir milligöngu lögreglu. Þar með hafi maðurinn í tvígang gengist við háttsemi sinni. Ekki hafi þurft að veita aðvörun áður en til rifunar kæmi. Fyrirvaralaus brottvikning sé heimil þegar um alvarleg brot er að ræða, og var talið að vægari úrræði væru ekki tæk.

Taldi sig vera að vernda aðra samstarfsmenn

Dómari rakti að fyrir dómi hafi maðurinn lýst árásinni sem svo að samstarfsmaðurinn hafi verið ágengur í garð kvenkyns starfsmanna, einkum systur mannsins, og ekki orðið við óskum um að láta af háttsemi sinni. Þá hefði maðurinn gripið inn, hrint samstarfsmanninum og kýlt. Þetta hafi þó verið gert til að vernda aðra samstarfsmenn frá áreitninni. Vitni greindu frá því fyrir dómi að þau hefðu séð eða heyrt af óviðeigandi hegðun samstarfsmannsins þetta kvöld, en tóku þó fram að ekki hafi staðið ógn af samstarfsmanninum.

Dómari rekti að það sé meginregla í vinnurétti að heimilt sé að rifta ráðningarsamningi fyrirvaralaust þegar um verulegt brot eða vanefnd er að ræða. Í alvarlegustu tilvikum þurfi ekki að aðvara eða gefa kost á að bæta ráð sitt. Maðurinn hafði fengið færi á að greina frá sinni hlið og ekki væri annað að sjá en að vinnuveitandi hefði staðið vel að rannsókn málsins. Sú háttsemi að ráðast á samstarfsmann með ofbeldi sé alvarleg og í brýnni andstöðu við það sem ætlast megi til að starfsmönnum. Skipti þá ekki máli hvort árásin eigi sér stað á vinnutíma eða á vinnustað, en þarna var um að ræða starfsmannapartí sem vinnuveitandi hafði skipulagt og borgað fyrir. Því hafi verið um verulega vanefnd að ræða og vítaverða vanrækslu í starfi. Því hafi riftun verið heimil og breytti engu þar um að maðurinn hafi verið í fæðingarorlofi.

Var vinnuveitandinn því sýknaður og þarf maðurinn að greiða milljón krónur í málskostnað. kostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“