fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. maí 2023 09:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin tilkynnti á sunnudaginn að framlag ríkisins í svokallaðan Úkraínusjóð verði aukið um 7,5 milljarða danskra króna á þessu ári en það svarar til um 150 milljarða íslenskra króna. Á næsta ári verður 10,4 milljörðum bætt við framlagið en það svarar til um 200 milljarða íslenskra króna.

Úkraínusjóðurinn var stofnaður í mars eftir að meirihluti þingmanna samþykkti að setja 7 milljarða, sem svarar til um 140 milljarða íslenskra króna, í hann. Með viðbótarframlaginu hafa Danir sett 14,5 milljarða, sem svarar til rúmlega 290 milljarða íslenskra króna, í sjóðinn á þessu ári.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að ástæðan fyrir auknu framlagi sé að stríðið sé nú á mjög krítísku stigi og staðan á vígvellinum sé alvarleg og Úkraína hafi því þörf fyrir alla þá aðstoð sem fáanleg sé.

„Það er núna sem Úkraínumenn hafa þörf fyrir vopnin okkar og stuðning okkar og þess vegna liggur á. En það er ekkert sem bendir til að friður verði kominn á á næsta ári og því setjum við núna rúmlega 10 milljarða í sjóðinn fyrir 2024,“ sagði hún.

Það er þörf fyrir nýtt fjármagn í sjóðinn því búið er að nota um 70% af því fé sem var sett í hann í upphafi.

Fyrra framlagið var ætlað til að styðja við úkraínska herinn, atvinnulífið og mannúðarmál og enduruppbyggingu landsins. Nýja framlagið er eyrnamerkt hernum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars

Hann er miðpunkturinn í „stærsta fíkniefnastríði Svíþjóðar“ – Þeir drepa fjölskyldur hvers annars
Fréttir
Í gær

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Í gær

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“

Sakaður um brot gegn leikskólabörnum á Suðurnesjum – Kallaði athæfið „bossapartý“
Fréttir
Í gær

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan

Bandarískir herforingjar spá Kínverjum litlum árangri ef þeir ráðast á Taívan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vínframleiðsla er ósjálfbær

Vínframleiðsla er ósjálfbær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka

Handtekinn á Keflavíkurflugvelli með vasana úttroðna af evrum – Fær peningana til baka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu

Dæmdur fyrir að stela dyrabjöllu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“

Efast um að Drífa segi allan sannleikann – „Er sem hún viti hvorki í þenn­an heim né ann­an“