fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi

Fókus
Föstudaginn 26. maí 2023 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pink Floyd-goðsögnin Roger Waters sætir nú lögreglurannsókn í Þýskalandi eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi í Berlín um liðna helgi.

Waters klæddist svörtum leðurjakka með rauðum armböndum sem virtist innblásinn af SS-sveitum Þýskalands á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Þá þóttist hann skjóta á áhorfendur með gervibyssu en yfir hópnum sveimaði risastórt uppblásið svín sem meðal annars var merkt Davíðsstjörnunni.

Þá var nöfnum fólks sem dó í seinni heimsstyrjöldinni varpað á skjá á sviðinu, meðal annars nafn Önnu Frank.

Málið hefur vakið talsverða hneykslan í Þýskalandi og nú hefur lögreglurannsókn verið sett af stað.

Waters hefur áður verið sakaður um að vera andstæðingur gyðinga, meðal annars af Polly Samson, eiginkonu David Gilmour hljómsveitarfélaga hans, sem lét þau orð falla í viðtali í byrjun árs.

Waters hefur neitað því og hóf meðal annars tónleikana í Berlín á að vísa því alfarið á bug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þóttust vera að safna fé fyrir heyrnarskerta

Þóttust vera að safna fé fyrir heyrnarskerta
Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bandaríska heraflans segir að F-16 verði ekki „töfravopn“ fyrir Úkraínu

Yfirmaður bandaríska heraflans segir að F-16 verði ekki „töfravopn“ fyrir Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umfangsmestu drónaárásir á Kyiv frá upphafi stríðs – Hóta Írönunum afleiðingum fyrir að skaffa Rússum vopnin

Umfangsmestu drónaárásir á Kyiv frá upphafi stríðs – Hóta Írönunum afleiðingum fyrir að skaffa Rússum vopnin
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“