fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Fréttir

Þröstur segir skemmdarverk vofa yfir Sundhöll Reykjavíkur – „Sál hússins verður rifin á brott“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. maí 2023 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þröstur Ólafsson hagfræðingur er vægast sagt lítið hrifinn af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á Sundhöll Reykjavíkur og enn síður af þeim breytingum sem væntanlegar eru. Hann fer yfir málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag:

„Sum­ar bygg­ing­ar eru hannaðar af galdri, þeim seið sem ger­ir þær ein­stak­ar. Fáir and­mæla því að Sund­höll Reykja­vík­ur sé meðal merk­ustu bygg­inga borg­ar­inn­ar. Yfir henni hang­ir þó ógn mik­ill­ar skemmd­ar og spell­virk­is. Sund­höll­in er ekki aðeins glæsi­leg að utan séð, held­ur er hún gegn­hugsuð inn­an frá, þar sem hver gagn­hlut­ur og bygg­ing­ar­leg áferð er sett á fyr­ir­framákveðinn stað með sinn til­gang og áferð. Húsið er ekki hannað í áföng­um held­ur er allt inn­volsið smátt sem stórt órjúf­an­leg­ur hluti heild­ar­inn­ar.“

Þröstur segir að Sundhöllinni hafi þegar verið spillt en gangi þau áform eftir sem eru á döfinni þá verði ekkert eftir af gamla sundlaugarhúsinu nema hlulstrið:

„Engu að síður hef­ur Sund­höll­inni þegar verið spillt. Gamla and­dyrið hef­ur verið fjar­lægt og nýtt reist í nýju bygg­ing­unni. Við hörmuðum það á sín­um tíma, en fyr­ir því var gert ráð í þeirri teikn­ingu sem vann sam­keppn­ina um viðbygg­ing­una. Nú stend­ur til að gera aðra at­lögu að bygg­ing­unni. Í þetta sinn skal taka nán­ast allt inn­volsið úr laug­ar­hús­inu sjálfu, hjarta húss­ins, og nú­tíma­væða, stytta sund­laug­ina um fimm metra en bæta við fimm metra for­ljót­um öldutanki (hvað svo sem það er), sem um­turn­ar öllu yf­ir­bragði, nota­gildi og sam­ræmi laug­ar­inn­ar: breyta á sund­laug­ar­bökk­um í aðlíðandi „þýskt“ yf­ir­fall, án nokk­urs sýni­legs ávinn­ings. Nú­ver­andi bakk­ar setja svip á laug­ina og eru eldra fólki og börn­um gott ör­ygg­is­tæki við að ná taki á bakk­an­um: grynnka skal laug­ina og gera hana að mestu 90 sentí­metra djúpa, svipað og nýja laug­in er, sem ger­ir hana ónot­hæfa fyr­ir þá sem synda bring­u­sund. Nýju laug­ina á að hanna að þörf­um dýf­ing­ar­fólks án þess þó að bjóða upp á lög­lega keppn­isaðstöðu. Verði þetta að veru­leika, sem koma verður í veg fyr­ir, er ekk­ert eft­ir af gamla sund­laug­ar­hús­inu sjálfu annað en hulstrið, stíl­hrein hús­grind­in sem við sjá­um utan frá göt­unni. Sál húss­ins verður rif­in á brott og hulstrið látið hýsa sam­ræm­is­lausa innviði.“ 

Þröstur segir þetta vera skemmdarverk á þeirri listasmíð Guðjóns Samúelssonar arkitekts sem Sundhöllin er. Um sé að ræða dýrar breytingar sem séu algjörlega tilgangslauar:

„Þótt þess­ar breyt­ing­ar muni um­turna og að stór­um hluta gjör­spilla lista­smíð Guðjóns, þá er til­gangs­leysi þeirra ekki síður æp­andi. Hver kall­ar á að millj­örðum verði eytt úr gjald­vana borg­ar­sjóði í forkast­an­leg­ar og til­gangs­laus­ar eyðilegg­ing­ar á merkri, friðaðri bygg­ingu? Er ein­hver knýj­andi þörf á að gera Sund­höll­ina ónot­hæfa flest­um nú­ver­andi not­end­um henn­ar?“

Þröstur átelur Minjastofnun fyrir afskiptaleysi í málinu, ekki síst í ljósi þess að Sundhöllin er friðuð bygging. Friðunin sé hins vegar túlkuð of þröngt og Minjastofnun hafi brugðist.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður fyrir dóm vegna rangra sakargifta á hendur fyrrverandi sambýliskonu

Maður fyrir dóm vegna rangra sakargifta á hendur fyrrverandi sambýliskonu
Fréttir
Í gær

Kona hlaut lífshættulega áverka við hrottafulla nauðgun

Kona hlaut lífshættulega áverka við hrottafulla nauðgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr tónn í umræðunni í Rússlandi

Nýr tónn í umræðunni í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drónaárásin á Moskvu kemur Pútín í ákveðinn vanda

Drónaárásin á Moskvu kemur Pútín í ákveðinn vanda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölnir stígur fram í hitamálinu á Tálknafirði – „Það er verið að eyðileggja daginn fyrir fermingarbörnunum“

Fjölnir stígur fram í hitamálinu á Tálknafirði – „Það er verið að eyðileggja daginn fyrir fermingarbörnunum“
Fyrir 3 dögum

Pútín brjálaður yfir drónaárásum á Moskvu – Sakar Úkraínumenn um að hræða rússneska borgara

Pútín brjálaður yfir drónaárásum á Moskvu – Sakar Úkraínumenn um að hræða rússneska borgara