fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Fréttir

Kúnstum beitt innan lögreglunnar til að sneiða framhjá reglum um ráðningar á meðan frændhyglin hrekur fólk úr starfi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. maí 2023 21:08

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn á Íslandi hrökklast úr starfi vegna slælegra stjórnunarhátta og spillingar. Þetta eru niðurstöður meistararannsóknar lögregluþjónsins Nönnu Lindar Stefánsdóttur í stjórnun og stefnumótum.

Nanna rannsakaði brotthvarf menntaðra lögreglumanna úr starfi á árunum 2007-2022 en hún fékk áhuga á viðfangsefninu eftir að hafa horft á eftir mörgum góðum félögum hverfa úr starfi. Hún mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær til að ræða um rannsóknina.

Nanna segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið nánast í stað undanfarin 15 ár þrátt fyrir fólksfjölgun og stóraukið magn ferðamanna. Tilraunir yfirvalda til að fjölga lögregluþjónum geti ekki borið árangur fyrr en ráðist er að rótum vandans sem leiðir til þess að lögregluþjónar hrökklist úr starfi.

Helsta ástæðan fyrir brotthvarfi viðmælenda hennar í rannsókninni voru stjórnunarhættir en lýstu viðmælendur ófaglegum stjórnunarháttum, samskiptaerfiðleikum við yfirmenn, óréttlæti, ófaglegar ráðningar þar sem frændhygli væri algeng og svo væru takmörkuð tækifæri til þróunar í starfi.

Nanna segir að spilling sé vissulega til staðar í lögreglunni og breytinga sé þörf.

Frændhygli sé orðið á götunni

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, mætti svo í Reykjavík síðdegis í dag og tók hann undir með Nönnu að of mikið væri um ófaglegar ráðningar hjá lögreglunni.

Mörg dæmi væru þess að fólk sé ráðið í stöðu til eins árs í senn svo hægt sé að ráða það til frambúðar að þeim tíma liðnum. Byggir þessi framkvæmd væntanlega á undanþáguheimild sem stjórnvöld hafa frá auglýsingaskyldunni sem á þeim hvílir, en ein undanþáguheimildin fjallar um tímabundnar ráðningar.

Með því að nýta þessa heimild er því hægt að fá aðila tímabundið í stöðu og svo þegar starfið sé auglýst að þeim tíma liðnum þá er viðkomandi aðili kominn með reynslu af starfinu og stendur því öðrum umsækjendur framar.

Fjölnir segir að í raun sé lengra gengið en það og séu auglýsingar hreinlega klæðskerasniðnar að þeim aðila sem gengt hefur stöðunni tímabundið. Hafi Landssamband lögreglumanna stundum sent bréf á lögregluembætti og hreinlega spurt: „Af hverju settu þau ekki bara nafnið á viðkomandi á auglýsinguna? Þetta á ekki við neinn annan.“

Vill ekki tjá sig um meinta spillingu

Tekur Fjölnir eins undir með Nönnu að tilraunir stjórnvalda til að fjölga lögreglumönnum séu marklausar ef ekki tekst að halda þeim í starfi.

Sagðist Fjölnir engar sannanir hafa fyrir frændhygli en slíkt sem og vinargreiðar sé tíðrætt innan lögreglunnar og hafi verið árum saman.

Varðandi frasann að enginn sé rekinn fyrir að gera ekkert segist Fjölnir hafa heyrt það. Líklega eigi það upprunalega við það að margir lögreglumenn hafi verið reknir fyrir harkalegar handtökur. Um ákveðinn brandara sé að ræða en á sama tíma sé sannleikskorn í þessu, lögreglumenn séu ekki reknir fyrir að gera ekkert en séu það þó ef þeir gera mistök og það óttist starfsmenn vissulega, enda þurfa lögregluþjónar oft að taka ákvarðanir hratt á tánum.

Aðspurður um spillingu innan lögreglunnar sagðist Fjölnir ekki vilja tjá sig um það.

Spillingin lúmsk og skemmir

Segja má að rannsókn Nönnu hafi vakið þó nokkra athygli. Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann sagðist almennt trúa því að lögreglumenn sinni starfi sínu af fagmennsku, en miðað við niðurstöður Nönnu liggi vandinn hjá stjórnendum.

„Það hefur áhrif alls staðar þrátt fyrir að flestir reyni að gera vel. Þannig virkar spilling. Hún er lúmsk og skemmir alls staðar þar sem hún kemur fram.

Að ráða ekki hæfasta fólkið heldur með „frændhygli“ gerir það að verkum að síður hæft fólk reynir að leysa vanda almennings og gerir það óhjákvæmilega ekki eins vel og hæfasta fólkið.

Hvað skyldi það hafa kostað margar sakfellingar sem annars hefðu verið?“

Ekki er langt síðan samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, GRECO, gerðu ýmsar alvarlegar athugasemdir við löggæslumál á Íslandi, en meðal annars kölluðu samtökin eftir sanngjarnari ráðningaraðferðum, að laus störf yrðu auglýst og sett yrði upp kerfi um framgang í starfi. Mælt var með því að hlutverk hæfnisnefndar við skipun í störf yrði eflt og komið yrði á fót heilindamati í tengslum við stöðuveitingar. Meginreglan eigi að vera að laus störf séu auglýst og skipað sé í þau án pólitískra afskipta.

Samtökin greindu svo frá því í desember að viðbrögð stjórnvalda við athugasemdum skýrslunnar hefðu ekki verið fullnægjandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður fyrir dóm vegna rangra sakargifta á hendur fyrrverandi sambýliskonu

Maður fyrir dóm vegna rangra sakargifta á hendur fyrrverandi sambýliskonu
Fréttir
Í gær

Kona hlaut lífshættulega áverka við hrottafulla nauðgun

Kona hlaut lífshættulega áverka við hrottafulla nauðgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr tónn í umræðunni í Rússlandi

Nýr tónn í umræðunni í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það

Rúmlega 100.000 Rússar hafa flúið til Georgíu síðan stríðið braust út – Ekki eru allir ánægðir með það
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drónaárásin á Moskvu kemur Pútín í ákveðinn vanda

Drónaárásin á Moskvu kemur Pútín í ákveðinn vanda
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjölnir stígur fram í hitamálinu á Tálknafirði – „Það er verið að eyðileggja daginn fyrir fermingarbörnunum“

Fjölnir stígur fram í hitamálinu á Tálknafirði – „Það er verið að eyðileggja daginn fyrir fermingarbörnunum“
Fyrir 3 dögum

Pútín brjálaður yfir drónaárásum á Moskvu – Sakar Úkraínumenn um að hræða rússneska borgara

Pútín brjálaður yfir drónaárásum á Moskvu – Sakar Úkraínumenn um að hræða rússneska borgara