fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. maí næstkomandi verður aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir rúmlega þrítugu pari þar sem við sögu koma mikið magn af fíkniefnum og öðrum ólöglegum efnum, sem og ólöglegur vopnaburður.

Bæði eru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnabrot í kjölfar húsleitar á heimili þeirra í Þórðarsveig í Reykjavík en þar fundust „658,89 g af amfetamíní, 79,71 g og 294 töflur af ecstasy, 56,02 g af hassi, 16,25 g af kannabislaufi, 88,40 g af kókaíni, 110,95 g af maríhúana og 134 stykki af LSD, en fíkniefnin voru ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi og fundust við leit lögreglu 7. júlí 2020,“ eins og segir í ákæru.

Maðurinn er síðan ákærður fyrir vopnlagabrot fyrir að hafa í Þórðarsveig haft undir höndum hálfsjálfvirka haglabyssu án skotvopnaleyfis og bitvopn með 14 cm hnífsblaði. Ennfremur er maðurinn ákærður fyrir að hafa haft undir höndum mikið magn af anabólískum sterum.

Konan er ákærð fyrir að hafa haft í fórum sínum: „5 töflur af Viagra, 48 belgi af Medikinet Cr, 116 töflur af Alprazolam Krka og 20 töflur af Tradolan, en fíknilyfin fundust við leit lögreglu.“

Krafðist er upptöku á öllu því sem hér er nefnt (og tiltekið er nákvæmar í ákæru málsins) sem og þess að fólkið verði dæmt til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Í gær

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði