fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Yfirlýsing Öfga um MA-málið – Fordæma afsökunarbeiðni og vinnu ráðgjafahóps

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. maí 2023 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistahópurinn Öfgar hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi mál sem snýr að þeirri ákvörðun stjórnenda í Menntaskólanum á Akureyri að biðja fyrrum nemandi afsökunar á því að hann hafi neyðst til að hætta þar námi vorið 2021 vegna sögusagna og alvarlegra ásakana.

Málið tengist öðru máli í  Menntaskólanum við Hamrahlíð síðasta haust þar samskonar ásakanir komu upp gagnvart sama nemanda. Voru þær skoðaðar af ráðgjafarhópi á vegum mennta-og barnamálaráðuneytis og reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum.

Öfgar segja í yfirlýsingunni að ekki sé allt sem sýnist og að skoðun ráðgjafahópsinsins hafi verið illa unnin enda var meðal annars ekki talað við þolanda hins meinta geranda.

Segir í yfirlýsingunni að afsökunarbeiðni MA sé ömurlegt bakslag fyrir unga þolendur og fordæmir hópurinn afsökunarbeiðnina,  vinnubrögð ráðgjafahópsins sem og fyrri fjölmiðlaumfjöllun um MH-málið.

Hér má lesa yfirlýsingu Öfga í heild sinni

Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla ,,sögusögn’’.

Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.

Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu.

Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið.

Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum.
En ekki er allt sem sýnist:

 

  • Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda.
  • Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd.
  • Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð.

 

Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti.

Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.

Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val.

En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar.

Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð!

Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna.

Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot.

Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin.

Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“