fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur úrskurðað að meintur ofbeldismaður fái ekki að vera viðstaddur þegar fyrrverandi eiginkona hans og sonur þeirra bera vitni gegn honum í réttarsal.

Maðurinn er sakaður um mörg ofbeldisbrot gegn konunni og barninu en hann krafðist þess að fá að vera viðstaddur vitnaleiðslur þeirra. Túlka ber þröngt heimild til að víkja frá þeirri meginreglu að ákærði hafi rétt til að vera viðstaddur réttarhöld. En bæði héraðsdómur og Landsréttur telja að það gæti haft alvarlegar afleiðingar ef maðurinn yrði viðstaddur á meðan mæðginin bera vitni. Er þar byggt á mati starfskonu í Kvennaathvarfinu þar sem mæðginin hafa dvalist.

Í úrskurði Landsréttar er vitnað til vottorðs frá Kvennaathvarfinu, en þar segir:

„Að sögn A þá kvíðir hún því að hafa [varnaraðila] í salnum, hún kvíðir því að hann stari á hana, hún finnur fyrir stressi og miklum kvíða þegar hún hugsar til þess að hún þurfi að mæta honum. Hún óttast að skjálfa og að hún vaði úr einu í annað og fari að gráta“. Um brotaþolann B segir í vottorðinu að það að ,,barn þurfi í réttarsal að lýsa hvernig faðir hans [hafi] brotið á honum og fjölskyldunni hans, í hans viðurvist, [setji] mikla ábyrgð á barnið og [geti] haft alvarlegar afleiðingar á líðan hans til framtíðar.“

Í úrskurði Landsréttar segir ennfremur:

„Í málinu eru varnaraðila gefin að sök fjölmörg brot gegn brotaþolum á tímabilinu 16. febrúar 2022 til 1. febrúar 2023, en brotaþolinn A er maki varnaraðila og brotaþolinn B er sonur hans og A. Þegar horft er til tengsla ákærða og brotaþola, þess sem fram kemur í áðurnefndri yfirlýsingu og þeirra ákæruefna sem óhjákvæmilega verða borin undir brotaþola við skýrslugjöf þeirra, verður að telja að nærvera varnaraðila við skýrslugjöf brotaþola yrði þeim sérstaklega til íþyngingar og sé líkleg til að hafa áhrif á framburði þeirra.“

Er ofannefnt helsta ástæðan fyrir því að Landsréttur ákveður að staðfesta úrskurð héraðsdóms og meina manninum að vera viðstaddur þegar fyrrverandi eiginkona hans og sonur þeirra bera vitni gegn honum.

Úrskurðina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Í gær

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland

Friður á umdeildu svæði gæti verið slæm frétt fyrir Pútín og Rússland
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti

Ísland hefur þátttöku í bridds á Norðurlandamóti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði

Heimsfrægur tónlistarmaður sætir lögreglurannsókn fyrir að hafa klæðst nasistabúningi á sviði