fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Nýr hópur „reiðra karla“ vill bjarga Pútín

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. maí 2023 04:15

Vladimir Pútín Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr hópur, með gamalkunna karla í fararbroddi, hefur skotist fram á sjónarsviðið í Rússlandi. Hann kallar sig „Reiðir föðurlandsvinir“. Þetta er hópur öfgaþjóðernissinna  og í fararbroddi hans er Igor Girkin.

Markmið hópsins er að bjarga Rússlandi og Vladímír Pútín sem stendur frammi fyrir sífellt stærri vandamálum vegna stöðu mála í stríðinu í Úkraínu.

Reuters segir að á fréttamannafundi nýlega hafi Girkin sagt að kerfiskrísa sé í uppsiglingu í Rússlandi, eða öllu heldur að hún fari vaxandi á sama tíma og spennan í samfélaginu vex. „Við erum á brún mjög alvarlegra innri pólitískra breytinga,“ sagði hann.

Þrátt fyrir að Girkin sé mjög gagnrýninn á Pútín og þá telur hann að hann sé sá eini sem er hæfur til að leiða rússnesku þjóðina. „Ef Pútín verður bolað frá völdum er það ávísun á hrun Rússlands,“ sagði hann.

Hvað varðar stefnumál „reiðu karlanna“ sagði Girkin að Rússar eigi að vera miklu miskunnarlausari varðandi stefnu sína í stríðinu og að reka eigi alla núverandi yfirmenn rússneska hersins. „Það er engin málamiðlun. Stríðinu lýkur með rússneska fánanum blaktandi yfir Kyiv eða ósigri Rússlands,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári