fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Hildur Sverris segir gamaldags reglu í frumvarpi Willum valda vonbrigðum – „Það er hreint út sagt fáránlegt“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 23. maí 2023 10:00

Hildur Sverrisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum varðandi vonda og gamaldags reglu sem hafi ratað í nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, um tæknifrjóvganir. Málefnið hefur verið Hildi mjög hugleikið, eftir persónulega reynslu hennar, og hefur hún sjálf lagt fram frumvarp sem gekk þó lengra varðandi það að afnema kröfu um staðfesta sambúð sem og að opna fyrir gjöf á fósturvísum. Hildur segir að frumvarpið sé að mörgu leyti ágætt og hún hafi fagnað því af einlægni að felld sé niður „sú ógeðfellda regla að neyða fólk til að eyða fósturvísum sínum eftir skilnað eða andlát,“ eins og segir í færslu hennar um málið.

„En nú sé ég að í endanlegu frumvarpi ràðherra er í fyrsta lagi sú krafa gerð að það séu einungis konur sem megi nýta sameiginlega fósturvísa og það sem meira er ætlar ríkið að gera þá kröfu að þær megi eingöngu nýta þá ef þær eru einhleypar!
Það er hreint út sagt fáránlegt og veldur mér miklum vonbrigðum.“

Hún útskýrir að hugmynd Willum sé sú að þrátt fyrir að fólk sé hjartanlega sammála um að vilja einlægt og innilega að annað þeirra nýti þann fósturvísi sem var skapaður þeirra á milli (með kynfrumum beggja, annars þeirra eða hvorugs) þá er það í öllum tilfellum bannað ef sá sem þiggur hann er kominn í annað samband.

„Við höfum nefnilega þann rétt að mega flækja líf okkar sjálfra ef viljinn stendur til þess“

„Ég geri ráð fyrir að hið opinbera ætli sér þarna að passa upp á lífið verði mögulega ekki of flókið. Það er ekkert nýtt en einfaldlega vond rök. Þrátt fyrir að það geti skapast allskonar flækjur og jafnvel flestir kjósi að leyfa ekki notkun fósturvísa í þeim aðstæðum þá er vont að ríkið ætli með þessu að ákveða slíkt fyrir allt fólk í öllum aðstæðum. Vel er hægt að búa svo um hnúta að staða og réttindi allra viðkomandi verði alveg skýr. Nokkurra áratuga saga löggjafar um tæknifrjóvganir er lituð af því að ríkið var sí og æ að leggja steina í götu fólks með svipaðri röksemdafærslu. Allt frá því að hvorki samkynhneigðir né einhleypir máttu undirgangast tæknifrjóvgun yfir í að systir konu mátti ekki gefa henni egg. Allt því ríkið hafði áhyggjur af því að það væri of flókið. Það er vont að nú þegar við höfum smám saman fært löggjöfina til betri vegar dúkki aftur upp kollinum óþarfa forræðishyggja af hálfu ríkisins þegar við eigum einfaldlega að gefa fólki frelsi til að vera treyst fyrir eigin ákvörðunum,“ skrifar Hildur.

Hún er nú sjálf í fæðingarorlofið með barn sem hún eignaðist ásamt manni sínum með aðstoð  tæknifrjóvgunar og segir það hryggja sig að frumvarp ráðherra  nái ekki að aðstoða eins marga og hún hafði væntingar um.

„Ég mun gera hvað ég get af hliðarlínunni til að þessari reglu verði breytt, samhliða því að frumvarp ráðherra taki mið af fleiri atriðum úr frumvarpi mínu til að auka frekar frelsi og tækifæri fólks til að eignast börn. Við höfum nefnilega þann rétt að mega flækja líf okkar sjálfra ef viljinn stendur til þess. Ríkið á sem minnst að hafa skoðanir á því. Þetta er grundvallarsjónarmið sem ég mun verja nú sem áður. Ef afleiðingarnar verða svo nýir einstaklingar í samfélaginu sem búa við væntumþykju foreldra og aðstandenda sé ég ekki hvernig það getur orðið til annars en góðs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“