fbpx
Mánudagur 05.júní 2023
Fréttir

Fyrsta formlega leitin að líki Madeleine McCann í sjö ár – Athyglin beinist að manngerðri stíflu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. maí 2023 11:52

Síðasta myndin sem tekin var af Maddie. Henni var rænt þetta sama kvöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir rannsóknarlögreglumenn eru staddir í sumarleyfisstaðnum Algarve í Portúgal þar sem leit stendur yfir af líkamsleifum Madeleine McCann, fjögurra ára breskrar stúlku sem hvarf sporlaust þann 3. maí 2007. Daily Mail fjallar um málið en lögreglumennirnir eru sagðir vera að ætla að hefja leit á morgun á svæði sem níðingurinn Christian Brückner, sem er efstur á lista grunaðra, vandi komur sínar á.  Brückner er þekktur barnaníðingur og ofbeldismaður en hann var búsettur á Algarve þegar Madeleine hvarf. Hann hlaut sjö ára fangelsisdóm fyrir að nauðga sjötugri konu í Portúgal en dóminn afplánar hann í þýsku fangelsi.

 

Þýska lögreglan telur að Christian Brückner (til hægri) sé hinn seki í Madeleine McCann-málinu.

Athygli lögreglumannanna mun sérstaklega beinast að manngerðri stíflu nærri bænum Silves og verða kafarar sendir á vettvang auk þess sem uppgröftur er ráðgerður í kringum stífluna. Lögreglumenn frá Scotland Yard eru einnig mættir til staðarins til þess að fylgjast með framvindu mála en búist er við að lokað verði fyrir umferð að svæðinu þegar leitin hefst.

Þetta er í fyrsta skipti síðan 2014 sem formleg leit að líkamsleifum stúlkunnar fer fram en þá fengu breskir lögreglumenn heimild til uppgraftar og notkun leitarhunda á Praia da Luz-svæðinu þaðan sem McCann hvarf.

Segir í umfjöllun breska miðilsins að leitin byggist meðal annars á ábendingu bílstjóra sem segist hafa séð konu afhenda stúlku, sem líktist McCann, til manns tveimur dögum eftir hvarf stúlkunnar. Portúgalskur lögfræðingur, Marcos Aragao Correia réð sjálfur kafara til að leita tvisvar á svæðinu árið 2008. Örsmá bein fundust í tveimur pokum í vatninu en portúgalska lögreglan útilokaði að um mannabein hefði verið að ræða.

Foreldrar McCann, Gerry og Kate, lýstu því yfir á sínum tíma að Correira væri aðeins á höttunum eftir athygli og að ekkert benti til þess að líki dóttur þeirra hefði verið komið fyrir á svæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli

Stefnir Sindra og Barnavernd Reykjavíkur fyrir dóm vegna Fósturbarna – Segir þáttinn hafa valdið örorku og dauðsfalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt

Mikið að gera hjá lögreglu í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar

Drykkjarfernur sem samviskusamir Íslendingar flokka eru sendar úr landi og brenndar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku

Segja að Rússar séu að reyna að kaupa vopn í Afríku
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna

Kona ákærð fyrir sjö hatursglæpi gegn fólki af asískum uppruna
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga