fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Þorsteinn hjá Work North sakfelldur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 125 milljón króna sekt og verja tveimur árum á skilorði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Auðunn Pétursson var í desember árið 2021 ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Hann hefur nú verið dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu á 125 milljónum í sekt. 

Var Þorsteini gert að sök að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna einkahlutafélags sem hann var í fyrirsvari fyrir. Samkvæmt ákæru var um að ræða tímabilin október til og með desember 2018, janúar til og með mars, maí, júní og september til og með desember árið 2019 og svo janúar árið 2020. Samtals var um tæpar 41,5 milljónir að ræða.

Eins var honum gert að sök að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem honum bar að innheimta í rekstri félagsins, sem er ekki nafngreint í dómi, fyrir tímabilin júlí-ágúst og nóvember-desember árið 2019. Um var að ræða rúmar 22 milljónir

Að lokum var hann sakaður um peningaþvætti fyrir að hafa nýtt ávinning af brotunum, rúmar 63,5 milljónir í þágu rekstrar félagsins eða eftir atvikum í eigin þágu.

Brotin metin stórfelld

Ákæruvaldið féll frá ákærulið sem varðaði peningaþvætti  en Þorsteinn játaði sök í hinum ákæruliðunum. Var því talið sannað að Þorsteinn væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Rakið var að Þorsteinn hefði ekki verið dæmdur áður til refsingar. Bar hann því við fyrir dómi að hann hefði lent í erfiðleikum með að standa skil á vörslusköttum þar sem fjármunum hefði verið varið til greiðslu skatta vegna annars félags sem þá var á hans vegum. COVID-19 faraldurinn hefði einnig haft áhrif á afkomu félagsins til hins verra. Hefði Þorsteinn reynt að semja um skattskuldina en hún hafi upphaflega verið talin verra hærri en svo að hann réði við það. Við rannsókn hafi svo komið í ljós að skuldin var lægri.

Dómari tók fram að brot Þorsteins væru stórfelld og meiriháttar í skilningi almenngra hegningarlaga. Það væri honum til refsimildunar að hann hefði játað brot sín skýlaust. Hæfileg refsing var því metin fangelsi í tólf mánuði sem væri að öllu skilorðsbundin til tveggja ára. Eins var Þorsteini gert að greiða sekt í ríkissjóð sem næmi tvöfaldri þeirri skattfjárhæð sem hann var ákærður fyrir að standa ekki skil á, eða 125 milljónir króna.

Greiði Þorsteinn ekki sektina innan fjögurra vikna á hann að sæta fangelsi í 360 daga.

Fengu stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Tekið er fram í niðurstöðu Landsréttar, sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, að umrætt félag hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 9. júlí 2020, en þann dag var félagið EB816 ehf, sem hét áður Work North ehf. úrskurðað gjaldþrota og samkvæmt skrá um raunverulega eigendur var Þorsteinn skráður með 100 prósent eignarhlut.

Í greinargerð sinni til Landsréttar sagði Þorsteinn að hefði hann vitað raunverulega stöðu skattskuldar félagsins hefði hann mögulega getað komið í veg fyrir gjaldþrot þess. Hafi honum staðið til boða að krafa um gjaldþrotaskipti á félaginu yrði afturkölluð ef hann stæði skil á helmingi skattskuldar þess eða 55 milljónum. En í reynd hafi skuldin verið rúmar 63,5 milljónir og hefði helmingurinn því átt að vera rétt rúmar 30 milljónir.

Ákæruvaldið benti þá á að ákæra í málinu taki aðeins til hluta þeirrar fjárhæðar sem félagið hafi verið í vanskilum með.

Taldi Landsréttur ekki vera tilefni til að lækka sektina sem Þorsteinn var dæmdur til að greiða.

Eins og áður segir var Work North ehf. tekið til gjaldþrotaskipta í júlí 2020. Þorsteinn er einnig skráður fyrir kennitölunni WN ehf, en það félag fór í þrot í nóvember á síðasta ári og er Þorsteinn einn skráður eigandi.

Work North ehf vakti athygli árið 2017 þegar félagið hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar, en Akraneskaupstaður fékk fyrirtækið til að rífa niður mannvirki Sementsverksmiðjunnar og höfðu margir verktakar áhuga á að hljóta verkefnið.

Þáverandi bæjarstjóri Akraneskaupstaðar sagði í skriflegu svari til DV vegna málsin að sveitarfélagið hefði aldrei farið í jafn ítarlega skoðun á tilboðsgjöfum, en þau svör bárust í kjölfar mikillar reiði annarra verktaka yfir að tilboð Work North hafi verið tekið gilt. Var talið að rekstrarsaka aðila sem tengdust Work North hefði einkennst af gjaldþrotum á ásökunum um misjafna starfshætti.

Sjá einnig: Ítarlegasta skoðun á tilboðsgjafa í sögu Akraness og

Kennitöluflakkarar hlutu stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Eftir niðurrifið bauð Akraneskaupstaður fulltrúum Work North ehf. auk embættismanna og bæjarstjóra til kaffisamsætis í bæjarþingsalnum til að þakka félaginu fyrir samstarfið og góð störf. Af ákærunni í ofangreindu skattsvikamáli má lesa að á svipuðum tíma var fyrirtækið ekki að standa skil á staðgreiðslu starfsmanna sem hafði þó verið dregin af launum þeirra. Heildarkostnaður niðurrifs á Sementsreitnum var um 290 milljónir, en tilboð Work North hafði hljóðað upp á 175 milljónir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári