fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Íslandsbanki tapaði máli gegn ábyrgðarmanni með því að leggja fram kolvitlausa og óglögga kröfu – Lögðu fram gögn í ósamræmi við eigin málatilbúnað

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2023 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsbanki stefndi karlmanni vegna sjálfskuldarábyrgðar sem hann hafði skrifað undir fyrir hönd fyrirtækis sem hann hafði átt þátt í að stofna. Hafði bankinn betur í Héraðsdómi en Landsréttur vísaði þó málinu frá dómi og gerði alvarlegar athugasemdir við kröfu Íslandsbanka, sem hafi verið í brýnni andstöðu við lög um meðferð einkamála.

Fyrir hönd mannsins flutti málið Sævar Þór Jónsson lögmaður. Rakti hann fyrir héraði að maðurinn hefði á þeim tíma sem hann ritaði undir sjálfsábyrgðina ekki lengur verið virkur í starfi félagsins, hafi ekki þegið frá því laun eða nokkuð endurgjald og haft engan fjárhagslegan ávinning af skuldinni.

Málið hafði Íslandsbanki höfðað til að heimta af manninum 3 milljónir króna vegna sjálfskuldarábyrgðarinnar auk dráttarvaxta af allri yfirdráttarskuldinni á reikningi fyrirtækisins.

Taldi ábyrgðina ógilda og ósanngjarna

Sævar Þór bar því við að það væri andstætt lögum um ábyrgðarmenn að láta ábyrgðina standa gegn manninum enda hefði bankinn ekki upplýst hann um slæma stöðu fyrirtækisins þegar hann gekkst við ábyrgðinni.

Eins ætti að ógilda ábyrgðina á grundvelli ákvæði samningalaga um ósanngjarna samninga.

Fyrirtækið hafi verið eignarlaust og ógjaldfært þegar yfirdrátturinn var tekinn og hafi Íslandsbanki ekki gætt skyldna sína. Íslandsbanki hafi verið í yfirburðastöðu við samningagerðina, enda sérfróður aðili á sínu sviði og hafi töluvert sterkari stöðu en maðurinn.

Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur leit til þess að maðurinn var skráður stjórnarmaður þegar yfirdrátturinn var tekinn og hafi hann sjálfur undirritað yfirlýsinguna sem sjálfskuldarábyrgðaraðili og líka fyrir hönd fyrirtækisins. Hafi maðurinn jafnframt ritað undir skýrslu stjórnar félagsins fyrir árið 2015 í ársreikningi. Því væri ljóst að hann hafi ritað undir sjálfskuldarábyrgðina í þágu eigin atvinnureksturs.

Til að hægt væri að ógilda ábyrgðina á grundvelli laga um ábyrgðarmenn þarf að vera um að ræða tilvik þar sem ábyrgðin er ekki tekin í þágu eigin atvinnurekstrar. Því mat dómari það svo að ekki væri hægt á ógilda ábyrgðina á þeim grundvelli. Skipti þá engu hvort maðurinn hefði verið virkur í stjórn félagsins eða ekki. Eins þótti dómara ekki tilefni til að beita ógildingarákvæði samningalaga sem fjallar um ósanngjarna samninga.

Landsréttur gerir alvarlegar athugasemdir við kröfu Íslanbsbanka

Annað horfði þó við þegar Landsréttur tók málið fyrir. En dómari þar gerði ýmsar athugasemdir við málatilbúnað Íslandsbanka.

Til að mynda hafi bankinn krafist þess að maðurinn greiddi þeim 3 milljónir samkvæmt sjálfskuldarábyrgðinni auk dráttarvaxta af rúmum 6,3 milljónum, eða upphæð yfirdráttarins eins og hann var í júní 2019 þegar reikningnum var lokað. Manninum hafi þó ekki borist innheimtubréf fyrr en í ágúst 2019 og gæti bankinn því ekki krafist dráttarvaxta fyrr en frá því tímamarki.

Í innheimtubréfinu hafi maðurinn verið krafinn um greiðslu á tæpum 2,2 milljónum. Það samrýmist ekki kröfum Íslandsbanka sem fóru fram á 3 milljónir.

Eins komi fram á reikningsyfirliti að yfirdráttarskuldin hafi hækkað um tæpar 4,2 milljónir í nóvember 2019. Yfirdrátturinn hafi staðið í tæpum 2,7 milljónum í júní 2019 en ekki rúmum 6,3 milljónum eins og Íslandsbanki hélt fram í stefnu.

Kröfunni lýst svo rangt að hún var andstæð lögum

Dómari í Landsrétti rakti að samkvæmt lögum um meðferð einkamála þurfi að gera afdráttarlausa grein fyrir dómkröfum í stefnu og lýsa þar málsástæðum á gagnorðan og skýran hátt og telja þar upp helstu sönnunargögn sem hefur verið aflað eða mun verða aflað.

Dómari benti á að í stefnu Íslandsbanka væri kröfunni ranglega lýst og ófullnægjandi hefði verið gerð grein fyrir grundvelli hennar. Jafnvel hafi gögn sem bankinn lagði sjálfur fram við rekstur málsins ekki verið í samræmi við stefnuna.

Dómari horfði til þess að skýring á breyttri upphæð yfirdráttarins hafi komið fram undir rekstri málsins í héraði, en í bréfi skiptastjóra frá október 2019 komi fram að skiptastjóri hafi upplýst bankann um að þrotamaður hafi áfram notað tékkareikninginn eftir að félagið var lýst gjaldþrota. Allar greiður inn á reikninginn á þeim tíma hafi þó átt að greiðast til þrotabúsins. Bankinn greiddi þrotabúinu þá fjárhæð og bakfærði á sama tíma sömu greiðslur inn á reikninginn en við það hækkaði yfirdráttarskuldin.

Þegar þessi skýring hafi komið fram hafi maðurinn þó þegar skilað inn greinargerð þar sem hann lýsti vörnum sínum. Hefði tilurð kröfunnar verið rétt lýst í stefnu hefði maðurinn mögulega viljað bregðast við þeirri ráðstöfun og byggja vörn sína á því. Hagsmunir hans af slíkum möguleika hafi verið ríkir.

Dómari mat því að málatilbúnaður Íslandsbanka hafi frá upphafi verið í andstöðu við lög um meðferð einkamála hvað varða kröfuna um skýran og glöggan málatilbúnað og var þessi brestur slíkur að ekki væri hægt að bæta úr honum undir reksri málsins. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá héraðsdómi af sjálfsdáðum.

Var málinu því vísað frá og Íslandsbanka gert að greiða manninum málskostnað í bæði héraði og fyrir Landsrétti.

Hér má lesa dóminn í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári