fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Hopp stofnar leigubílaþjónustu – „Næsta skref í byltingunni gegn einkabílnum“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. apríl 2023 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Hopp sem er stærsta rafskútu- og deilibílaþjónusta landsins hefur ákveði að hefja leigubílaþjónustu. Leigubíl verður hægt að panta í Hopp-appinu og verður hægt að vera í samfloti (e. car pool) með öðru fólki fyrir lægra verð.

Hægt er að skoða fyrstu leigubílana á Austurvelli í dag á milli 11 og 12.

Framkvæmdastjóri Hopp, Eyþór Máni Steinarsson, segist telja að fleiri muni nýta sér leigubíla en gera það í dag ef hægt sé að fara í samfloti með öðrum og borga í appi með gegnsæjum hætti.

Haft er eftir Eyþóri í fréttatilkynningu:

„Þetta er næsta skref í byltingunni gegn einkabílnum. Besti bíllinn er enginn bíll en sá næstbesti er sá sem þú deilir með öðrum og við viljum gera fólki auðvelt fyrir að deila bílum, bæði sem það keyrir sjálft og sem aðrir keyra. Við teljum líka að margir starfandi leigubílstjórar væru til í að vinna fyrir fleiri en eina stöð og muni taka því fegins hendi að fá fleiri ferðir og gegnsærri leið við úthlutun þeirra. Appið okkar er töluvert notendavænna fyrir bæði farþega og bílstjóra en það sem í boði er í dag.“

Alþingi breytti nýlega lögum um leigubílaþjónustu eftir ábendingar frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, og hefur stöðvarskylda. nú verið afnumin. Hopp hefur stofnað fyrirtækið Hopp leigubílar og er framkvæmdastjóri þess Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, sem einnig stýrir rafskýtu- og deilibílarekstri Hopp í Reykjavík. Breytt lögin tóku gildi í dag.

Í fréttatilkynningur segir enn fremur:

„Hvernig virkar þetta?

Hopp appið finnur bestu leiðina og hagkvæmustu ferðina. Báðir aðilar, bílstjórinn og notandinn samþykkja eða hafna ferðinni sem appið býður upp á. Verðið byggist á framboði og eftirspurn. Bílstjóri velur sjálfur hvenær hentar honum að keyra í Hopp appinu og getur því keyrt eins mikið eða lítið og honum sýnist. Báðir aðilar geta gefið hvor öðrum einkunn til að tryggja gæði. Farþegar vita alltaf hvaða bílstjóri ók þeim og eru með allar upplýsingar um ferðirnar sínar í appinu.

Hver getur keyrt fyrir Hopp?

Öll þau sem eru með tilskilin leyfi frá Samgöngustofu geta keyrt leigubíl fyrir Hopp. Fyrirtækið tengist gagnagrunni Samgöngustofu og getur því tryggt að einungis bílstjórar með réttindi keyri leigubílana. Hopp gerir hvorki kröfu um binditíma né stöðvargjald heldur tekur fyrirtækið fasta prósentu af ferðunum. Allar ferðir eru greiddar fyrirfram í Hopp-appinu sem eykur þægindi og kemur bílstjóranum hraðar í næstu ferð.

Þau sem hafa áhuga á að keyra leigubíla fyrir Hopp geta skráð sig hér: https://hopp.bike/is/driver

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“