fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Stóra kókaínmálið: Ritstjóri og blaðamaður Vísis kölluð fyrir dóm vegna fréttaflutnings

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvænt uppákoma var í Héraðsdómi Reykjavíkur núna í morgun í aðdraganda málflutnings í stóra kókaínmálinu. Ritstjóri, fréttastjóri og blaðamaður Vísis fengu þar tiltal hjá dómara fyrir að hafa rofið fréttabann dómarans á fréttaflutningi af vitnaleiðslum í málinu.

Í byrjun vitnaleiðslna í málinu, þann 19. janúar, gaf dómari út þá fyrirskipun að fréttaflutningur af vitnaleiðslum væri óheimill þar til vitnaleiðslum væri lokið. Vísir birti hins vegar frétt á föstudag upp úr vitnaleiðslum þvert á þessa fyrirskipun og lét fylgja með í fréttinni að miðillinn teldi dómara túlka of rúmt lagaheimildir til að leggja á fréttabann.

Reimar Pétursson lögmaður mætti fyrir hönd blaðamanna sem skrifuðu fréttina en ritstjóri Vísis, Erla Björk Gunnarsdóttir, og fréttastjóri Vísis, Kolbeinn Tumi Daðason, mættu í dómsal. Einnig var formaður Blaðamannfélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, viðstödd.

Reimar Pétursson óskaði eftir því að vera skipaður verjandi blaðamannanna og gerði dómari það á staðnum.

Dómari sagði að fulltrúum Vísis væri gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í málinu en ekki yrði tekin afstaða í dag til mögulegra viðurlaga. Lögmaður blaðamannanna sagðist ekki hafa fengið gögn í málinu og lagði til að hann fengi gögnin áður en málið héldi áfram.

Reimar telur að viðkomandi lagaákvæði taki eingöngu til skýrslutöku í eintölu þannig að þegar hverri og einni skýrslutöku í opnu þinghaldi er lokið þá sé heimilt að flytja fréttir af henni. Reimar sagði ennfremur að Vísir myndi krefjast sýknu.

Dómari sagði að þetta kæmi allt til skoðunar síðar og myndi ekki hafa áhrif á málflutning í stóra kókaínmálinu.

Málið verður ekki tekið frekar fyrir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni

Eydís lýsir ofbeldi hjá Vottunum: Börn dregin á eyrunum inn í hliðarherbergi og potað milli rifja á kornabarni
Fréttir
Í gær

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“

Snapchat-perri fyrir dóm á Akureyri – „Sýndi henni vanvirðandi, ósiðlegt og lostugt athæfi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað

Pútín gerir stúdentum tilboð sem þeir vilja hafna en geta ekki hafnað