fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Síbrotakona á Akureyri í gæsluvarðhald – Fjórtán brot til rannsóknar, meðal annars líkamsárásir og frelsissvipting

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. mars 2023 21:45

Frá Akureyri. Mynd: Auðunn. Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir meintri síbrotakonu og verður hún í gæsluvarðhaldi til 31. mars. Alls 14 mál konunnar eru til rannsóknar en hún er meðal annars sökuð um alvarlegar líkamsárásir og frelsissviptingu auk margra þjófnaðarmála. Meint brot voru bæði framin á Akureyri og í Reykjavík.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, eru atvikin sem eru til rannsóknar rakin. Þar er meðal annars greint frá húsbroti og þjófnaði sem konan á að hafa framið í félagið við aðra konu, en athæfið náðist á eftirlitsmyndavélar.

Einnig er hún grunuð um að hafa ráðist á sambýlismann sinn með hnífi þann 26. febrúar. Í tilkynningu sinni til lögreglu sagðist sambýlismaðurinn vera með áverka eftir árás konunnar og hann hafi flúið heimilið. Maðurinn var blóðugur og fatnaður hans götóttur, eins og eftir hníf, þegar lögreglumenn hittu hann.

Ennfremur er konan grunuð um líkamsárás þann 22. desember, sem vitni voru að, en önnur kona segir hana hafa lamið sig niður og sparkað í bringuna á sér, aftan í höfuð, og hafa traðkað á höfði sínu. Konan var með sjáanlega áverka eftir árásina.

Tveimur öðrum ofbeldisatvikum er lýst orðrétt svo í texta úrskurðarins (konan er auðkennd X í textanum):

„[…]– Líkamsárás, húsbrot og rán
15. desember 2022 var tilkynnt um líkamsárás að […] á Akureyri. Í framburði brotaþola á vettvangi kom fram að hann hafi vaknað við háreysti, og farið fram úr íbúð sinni og þar séð að X, sambýlismaður hennar ásamt tveimur öðrum voru niðri framan við þvottahús. Sambýlismaður X hafi slegið hann víðsvegar um líkamann með átaksskafti og X ásamt annarri konu hafi því næst tekið töskur í eigu brotaþola og farið með á brott. Brotaþoli var með sjáanlega áverka á andliti, báðum höndum, bringu og öxl. Sjá mátti ummerki um að farið hafi verið inn um glugga í þvottahúsi. Þau fjögur sem grunuð voru í málinu voru handtekin á heimili X skömmu síðar. Mál í rannsókn.

[…]- Líkamsárás
17. apríl 2022 var óskað eftir aðstoð lögreglu að […] á Akureyri, tilkynnt var um öskur og grát. Sambýlismaður X kvað hana hafa bitið sig í hendina og sjá mátti bitför á handlegg hans. Þá kvað hann X hafa farið inn í svefnherbergi og tekið upp skæri sem hún hafi byrjað að stinga sig sjálfa með í kálfann. Þegar lögregla kom á vettvang blæddi mikið úr fæti X og sagði hún í fyrstu að sambýlismaður sinn hafi veitt sér áverkann en dró það svo til baka og kvaðst sjálf hafa veitt sér áverkann. Mál í rannsókn.

[…]– Líkamsárás 24. mars 2022 var óskað eftir aðstoð lögreglu eftir að tilkynnt hafði verið um mann sem væri að reyna að komast inn í […] á Akureyri. Þegar lögregla kom að var þar fyrir maður (annar en tilkynnandi) sem kvað manni vera haldið í kjallara hússins og verið væri að ganga í skrokk á honum. Brotaþoli sem var blóðugur í andliti og hári, kvað sér hafa verið haldið nauðugum í húsinu og veist hafi verið að honum. Húsráðendur, X og sambýlismaður henanr, kváðu brotaþola hafa komið að húsinu ásamt öðrum manni og barið að dyrum en þau ekki opnað. Þegar X hafi farið niður í þvottahús hafi brotaþoli verið þar og veist að henni. Hún hafi öskrað til að láta sambýlismann sinn vita sem hafi komið og ráðist á brotaþola og náð að yfirbuga hann. Mál í rannsókn.“

Þá eru í úrskurðinum tilgreind mörg atvik er varða þjófnaði sem konan er grunuð um.

Sjá nánar hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla

Hrikaleg líkamsárás í Síðumúla
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks

Lamaðist fyrir neðan háls í alvarlegu slysi fyrir sjö árum en komst engu að síður á topp Hvannadalshnjúks