fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

Handtekinn 1976 – 46 árum síðar áttaði hann sig á sannleikanum um KGB-manninn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. mars 2023 05:20

Pútín á KGB-árunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. september 1976 var bankað á dyrnar heima hjá Yuli Rybakov í St. Pétursborg í Rússlandi. Fyrir utan stóð 23 ára liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar KGB. Hann var kominn til að handtaka Rybakov, sem var listamaður og stjórnarandstæðingur.

„1976 höfðum við enga hugmynd um hvernig þetta myndi þróast,“ sagði Rybakov í samtali við Bumaga.

Það var ekki fyrr en í nóvember á síðasta ári sem sannleikurinn kom í ljós þegar rússneskur sagnfræðingur var að fara í gegnum dómskjöl. Þau voru gerð opinber 2003 og komið fyrir í vörslu safns í St. Pétursborg.

Í þeim kemur fram að ungi KGB-maðurinn var enginn annar en Vladímír Pútín, forseti Rússlands.

Það hefur aldrei verið nein launung að hann var liðsmaður KGB. Hann var ráðinn þangað ári áður en Rybakov var handtekinn. Það má því telja líklegt að mál Rybakov hafi verið eitt fyrsta málið sem Pútín vann að hjá KGB.

„Nokkrir ungir menn komu og gerðu húsleit. Einn þeirra hét Pútín, hver hefði getað giskað á að hann yrði forseti?“ sagði Rybakov.

Hann var handtekinn þennan dag því í byrjun ágúst hafði hann, ásamt vini sínum, málað slagorð gegn Leonid Bresnjen, forseta Sovétríkjanna, á vegg. „Þú getur krossfest frelsið, en mannssálin þekkir enga hlekki,“ máluðu þeir á vegginn.

Þetta kostaði Rybakov sex ára dvöl í fangelsi og vinnubúðum.

Hann varð síðar stjórnarandstöðuleiðtogi, sat á þingi og í dag berst hann fyrir mannréttindum. Hann telur að Pútín hafi gert Rússum erfiðara fyrir að vera Rússar. „Frá því að Pútín komst til valda, hefur samfélagið okkar verið sannfært um að ríkisvaldið sé miskunnarlaust gagnvart þegnum sínum því hagsmunir ríkisins eru taldir mikilvægari en hagsmunir einstaklingsins og það telur ríkisvaldið alltaf,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“

Pútín segist hafa heimsótt Maríupól – „Ég er ekki sannfærður um að hann hafi verið þar“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Grundarstíg: Íbúum ber ekki saman um ónæði – „Ég bauð bara gott kvöld“

Harmleikurinn á Grundarstíg: Íbúum ber ekki saman um ónæði – „Ég bauð bara gott kvöld“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“

Erik Valur mætir í lyfjagjöf á þriggja vikna fresti allt árið – „Þetta er daglegt líf þessara barna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snjóflóð féll á sjö manna skíðahóp – Tveir slasaðir fluttir til Akureyrar

Snjóflóð féll á sjö manna skíðahóp – Tveir slasaðir fluttir til Akureyrar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérsveitarmaður með áfallastreituröskun eftir lífshættulega aðgerð í Hraunbæ

Sérsveitarmaður með áfallastreituröskun eftir lífshættulega aðgerð í Hraunbæ
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ekkert lát á þjófnaði úr ferðatöskum á Tenerife – „Þessi eyja er dásamleg en maður fer að setja spurningamerki við hana“

Ekkert lát á þjófnaði úr ferðatöskum á Tenerife – „Þessi eyja er dásamleg en maður fer að setja spurningamerki við hana“