fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Halldór Margeir mun verja rúmu ári í gæsluvarðhaldi vegna saltdreifaramálsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 18:30

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Margeir Ólafsson hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 31. ágúst, en Landsréttur staðfesti á þriðjudag úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald. Hefur Halldór setið í gæsluvarðhaldi síðan 20. maí á síðasta ári.

Halldór var í október dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir skipulagða glæpastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann hefur áfrýjað niðurstöðunni til Landsréttar.

Málið hefur verið kallað saltdreifamálið en Halldór Margeir var fundinn sekur um að hafa átt þátt í að flytja hingað til lands saltdreifa sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva. Saltdreifarinn kom til landsins í febrúar 2020, en lögregla fann saltdreifarann á Hellu í nóvember 2020 og lagði hald á hann við húsleit 20. maí 2022.

Var talið að úr amfetamínvökvanum hafi verið framleidd allt að 117,5 kíló af amfetamíni í sölu og dreifingaskyni og hafi götuvirðið efnanna verið um 1,7 milljarðar króna.

Eins var Halldór Margeir fundinn sekur um að hafa staðið að kannabisræktun á Hellu og hafa haft í vörslum sínum við handtöku 12,13 grömm af kókaíni.

Eins og áður segir var Halldór Margeir dæmdur í 12 ára fangelsi sem er þyngsti dómur sem hægt er að dæma í fíkniefnamáli hér á landi.

Málið mátti rekja til samskipta í dulkóðaða forritinu EncroChat, en forritið var mikið notað af glæpamönnum. Franska lögreglan náði svo að brjótast inn á forritið og fann þar samskipti á íslensku sem voru svo send íslenskum lögregluyfirvöldum. Í kjölfarið hófst rannsókn sem meðal annars leiddi til umfangsmikilla aðgerða lögreglu í maí í fyrra þar sem Halldór Margeir og aðrir sakborningar málsins voru handteknir.

Halldór Margeir bíður þess nú að Landsréttur taki mál hans fyrir. Hélt ákæruvaldið því fram að nauðsynlegt væri með tilliti til almannahagsmuna að Halldór sæti áfram gæsluvarðhaldi á meðan Landsréttur tekur mál hans fyrir, en líklega myndi það misbjóða réttlætiskennd almennings ef hann fengi að ganga laus á meðan mál hans er til meðferðar í réttarvörslukerfinu. Hann sé undir sterkum grun um að hafa tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi og séu brotin alvarleg.

Féllst dómari á það og verður Halldór Margeir í gæsluvarðhaldi til 31. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“