fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 09:45

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nótt voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út til aðstoðar ferðafólki á þjóðvegi 1, við Pétursey. Þar var orðin talsverð ófærð og nokkur fjöldi bíla sem voru fastir.

Yfir 50 manns var komið til bjargar á þessum slóðum, um 30 voru fluttir á fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Vík í Mýrdal, og öðrum var komið fyrir í annarri gistingu. Einhverjir gátu haldið áfram för, en veður austan Víkur var skaplegra færi.

Um fimm í morgun hafði öllum verið komið til aðstoðar og björgunarfólk hélt heim. Fjöldi bíla var hins vegar skilinn eftir við Pétursey og verkefni morgunsins hafa verið að koma fólki aftur að bílunum og losa þá.

Á Fjarðarheiði eru björgunarsveitir nú að koma fólki til aðstoðar sem lagði á heiðina í morgun. Ferjan Norræna áætlaði að leggja úr höfn á hádegi í dag og einhverjir þeirra sem nú eru í vandræðum á Fjarðarheiði áttu bókað far með henni.

Þar er nú mikil ófærð og vegurinn lokaður samkvæmt upplýsingum af vef Vegagerðarinnar.

Meðfylgjandi eru myndir frá aðgerðum við Pétursey í nótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Í gær

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum

Wagnerliðar snúa heim úr stríðinu sem hetjur – Ekki taka allir þeim opnum örmum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta

Forseti Kína segir yfirmönnum öryggismála að vera viðbúnir hinu versta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári

Danir bæta enn í aðstoðina við Úkraínu – 150 milljarðar til viðbótar á þessu ári