fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Díana bjó á götunni 11 ára í daglegri neyslu – „Segi stundum að ég hafi búið meðal róna og dóna“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. mars 2023 10:15

Díana Ósk Óskarsdóttir Mynd: Samhjálp/Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Díana Ósk Óskarsdóttir var ellefu ára gömul þegar hún bjó á götunni í Reykjavík og var komin í neyslu, um fermingaraldur var kerfið búið að gefast upp á henni og síðan hefur hún séð um sig sjálf. Díana Ósk hefur frá barnæsku haft brennandi þörf fyrir að hjálpa fólki og starfar við það í dag sem sjúkrahúsprestur og handleiðari. Hún hefur lokið fimm háskólagráðum og er doktorsnemi í Háskóla Íslands. Díana segir að sá sem öllu ræður haldi yfir henni verndarhendi, en hún segir sögu magnaðs lífshlaups síns í viðtali við Steingerði Steinarsdóttur í páskablaði Samhjálpar sem er nýkomið út.

„Ég ólst upp hjá móður minni, konu sem hafði lifað tím­ana tvenna,“ seg­ir Díana, sem ólst upp á Siglufirði. „Meðal ann­ars hafði hún gefið frá sér elstu syst­ur mína, þannig að þegar ég fædd­ist var mamma harðákveðin í að láta ekki frá sér þetta barn. Það var erfitt heima, bæði drykkja og of­beldi áttu sér stað á heim­il­inu. Syst­ir mín fædd­ist tveim­ur og hálfu ári á eft­ir mér og ég varð fljótt umönn­un­araðili henn­ar. Fimm ára var ég orðin svo dug­leg að ég hellti upp á kaffi, smurði sam­lok­ur, ryk­sugaði og þreif, sá um hlut­ina. Fór með hana á leik­skóla en hafði sjálf ekki verið í leik­skóla.

Flutti til Reykjavíkur á götuna

Þegar móðir Díönu og stjúpi skildu þegar Díana var ellefu ára flutti hún til Reykjavíkur, skráði sig sjálf í Breiðholts­skóla, en mætti ekki í skólann. „Var bara orðin götukrakki, þvæld­ist um og svaf í hita­komp­um, í vinnu­skúr­um, inni á kló­sett­um og í stiga­göng­um. Upp­á­haldsstaður­inn minn var vinnu­skúr við Hót­el Borg. Þar var verið að gera end­ur­bæt­ur og þetta varð aðalgriðastaður minn. Þar voru svo marg­ir vinnujakk­ar sem héngu á snög­um í skúrn­um og ég gat vafið mig í þá og fengið yl í kuld­an­um,“ seg­ir Dí­ana.

 „Í reiði minni þegar ég var tíu ára byrjaði ég að sniffa og fikta við að reykja en þarna var ég kom­in í dag­lega neyslu. Ég var tek­in af lög­regl­unni og því sem kallað var úti­deild­in. Það var fyr­ir­bæri sem fé­lagsþjón­ust­an rak til að fylgj­ast með ung­ling­um sem voru að þvæl­ast niðri í bæ. Þau höfðu af­skipti af mér og ég var sett nokkr­um sinn­um inn á Neyðar­at­hvarf fyr­ir ung­linga sem var á Kópa­vogs­braut 9.

Kerfið var eitt­hvað að reyna að eiga við mig en það gekk ekki vel; þeir réðu ekk­ert við mig. Ég var stöðugt í upp­reisn, fékk aðra í lið með mér og reglu­lega voru tek­in af okk­ur eit­ur­lyf. Ég var næst sett á heima­vist­ar­skóla á Reykj­um í Hrútaf­irði, hafði í raun hætt í skóla ell­efu ára en var þarna kom­in um ferm­ingu. Það var eitt­hvert nám á ung­linga­heim­il­inu en ég sinnti því ekki neitt og fékkst ekki til að læra neitt þarna held­ur. Ég var alltaf upp á kant við kenn­ar­ana og þeir ráku mig á end­an­um. Þar með var ég kom­in á göt­una aft­ur og kerfið hætt að skipta sér af mér. Ég varð bara að sjá um mig sjálf og hef gert það síðan.“ 

Díana Ósk Óskarsdóttir
Mynd: Samhjálp/Heiða Helgadóttir

Sextán ára í fyrstu meðferðina

Díana var 16 ára þegar hún fór í sína fyrstu meðferð og varði jólum og áramótum á Staðarfelli. 

„Ég þráði mjög heitt að verða edrú og eiga venju­legt líf. Hélt að ég yrði alltaf edrú eft­ir þessa fyrstu meðferð en bjó samt hvergi. Kom út og féll eft­ir tvær vik­ur í bæn­um og fór í mikla sprautu­neyslu og var mjög týnd. Ég segi stund­um að ég hafi búið meðal róna og dóna. Sumt af þessu fólki var mjög gott fólk en týnt en aðrir voru ekki góðar mann­eskj­ur,“ segir Díana, sem átti eldri dóttur sína rétt nýorðin 18 ára. Þá vildi Díana gera allt til að verða góð móðir á sama tíma og hún tók að sér börn annarra kvenna.

„Þessi þrá eft­ir ed­rú­mennsku var kviknuð en þá byrjaði bar­átt­an fyr­ir al­vöru því mig langaði svo að verða góð mamma. Ég gerði allt sem ég gat en bara náði ekki tök­um á þessu. En á þess­um tíma þegar ég var að berj­ast í bökk­um með hana litla upp­götvaði ég að mörg­um börn­um í þess­um heimi líður ekki vel. Marg­ar vin­kvenna minna voru í neyslu og ég fór að reyna að hlúa að börn­un­um þeirra þegar ég var í lagi. Náði í þau þegar þau voru í erfiðum aðstæðum og tók þau til mín.

Barna­vernd­ar­nefnd studdi að ég tæki þau, hefði þau hjá mér um helg­ar og kæmi þeim svo inn á Mána­götu á mánu­dög­um þar sem var at­hvarf fyr­ir börn í þess­um aðstæðum. En mér fannst ég hafa til­gang þegar ég var að hjálpa þeim. Eft­ir ákveðinn tíma áttaði ég mig hins veg­ar á að ég var að taka þau út úr erfiðum aðstæðum og skila þeim í þær aft­ur þegar þau voru búin að ná smá­veg­is jafn­vægi. Þá áttaði ég mig á að það voru mömm­urn­ar sem þurftu hjálp. sem ráðgjafi eða eitt­hvað slíkt.“

Díana Ósk Óskarsdóttir
Mynd: Samhjálp/Heiða Helgadóttir

Vann í sjálfri sér og vildi hjálpa öðrum

Díana fór að stunda 12 spora samtök og fór að hugsa framtíðina, hvernig hún gæti hjálpað mæðrum og eftir að hún sá að kon­urn­ar sem hún var að styðja voru allt of oft beitt­ar of­beldi af barns­feðrum sín­um eða eig­in­mönn­um, hvernig hún gæti hjálpað þeim og  allri fjöl­skyld­unni. Díana skildi við barnsföður sinn, eignaðist aðra dóttur með öðrum manni og eftir skilnað við hann var hún orðin einstæð tveggja barna móðir. Hún fór að leita leiða til að vinna með sjálfa sig og bæta hæfni sína til að sinna þeim og eig­in þörf­um 

„Þær áttu hjá mér griðastað. „Það vantaði ekki, ég stóð alltaf með þeim en var bara í svo miklu rugli sjálf að ég kunni þetta ekki. Ég fór því að leita leiða til að verða til­finn­inga­leg­ur griðastaður líka og finna leiðir til að þær gætu líka unnið úr því sem hafði komið upp á í upp­eld­inu og inni á heim­il­inu. Eft­ir að hafa sinnt sjálfri mér á þenn­an hátt, unnið með kon­um og hjálpað börn­um í vanda fór ég að sjá að þörf­in lá í að vinna með alla fjöl­skyld­una. Þarna und­ir var ótti og sárs­auki í grunn­inn já, og fíkn.“ 

Díönu var boðið starf áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafa á Teigi, sem var úrræði Land­spít­al­ans fyr­ir áfeng­is- og fíkni­efna­sjúk­linga.  Þarna var hún far­in að vinna með alla fjöl­skyld­una og henni fannst hún hafa höndlað drauma­starfið. 

Díana sótti um starf sjúkrahúsprests fyrir fimm árum og er í dag í hálfu starfi sjúkra­húsprests og í hálfu starfi í stuðnings- og ráðgjafat­eymi spít­al­ans og held­ur þar utan um starfs­fólk sjúkra­húss­ins. Nú er hún formaður þessa teym­is.

Díana Ósk Óskarsdóttir
Mynd: Samhjálp/Heiða Helgadóttir

Röng aðferð að sigta út börn sem sýna áhættuhegðun

Aðspurð um hvað hún hefði þurft þegar hún var barn á göt­unni til að kom­ast þá út úr þeim slæmu aðstæðum segir Díana: „Hrein­an kær­leika. Mann­eskj­ur sem ekki eru bara á klukk­unni eða í vinn­unni og nenna þessu varla. Barn skynj­ar þetta, ég skynjaði þetta. Öll árin sem ég var inni á ung­linga­heim­il­um og að hitta sál­fræðinga og aðra sem til­heyrðu ein­hverj­um batte­rí­um skynjaði ég hvort fólk var þarna af heil­um hug eða var bara í vinn­unni. Sum höfðu líka eitt­hvert „hidd­en ag­enda“ eða fal­inn ásetn­ing. Þau vildu fá eins kon­ar viður­kenn­ingu fyr­ir að hjálpa ein­hverj­um ves­al­ingi og sum­ir höfðu kyn­ferðis­leg­an áhuga á manni.

Þegar það er staðan er það staðfest­ing á að ung­ling­ur­inn eða barnið get­ur ekki treyst nein­um. En þegar ég hitti fólk með hreint hjarta­lag og raun­veru­leg­an kær­leika snerti það við mér, eins og þegar ég hitti mann­inn sem var að skera graflax­inn á ristaða brauðið. Það fólk skapaði grunn­inn að því hjá mér að ég sá að til var gott fólk og hægt var að treysta ein­hverj­um.“ 

Díana segir það alranga aðferð að sigta börn­in út þegar þau sýna áhættu­hegðun.  „Ein­angra þau sem vand­ann og leit­ast við að greina hjá þeim rask­an­ir eða sjúk­dóma. Það kann að vera að grein­ing eða sjúk­dóm­ur sé und­ir­rót­in en það kann einnig að vera að vand­inn liggi hjá for­eldr­um, heim­ilis­ástandi eða í um­hverfi barns­ins. Það þarf því að rýna í þær aðstæður áður. Ef þar er allt eins og það á að vera þá er það frá­bært, við búin að úti­loka þá breytu og get­um þá horft til barns­ins. En þar sem við ger­um það ekki get­ur verið að okk­ur yf­ir­sjá­ist þau heim­ili sem þarfnast hjálp­ar.“ 

Viðtalið við Díönu má lesa í heild sinni í páskablaði Samhjálpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis