fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
Fréttir

„Þetta var sunnudagsgrín hjá mér“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. mars 2023 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndskeið Ólaf­s Kristjáns­sonar í síðustu viku vatt heldur betur upp á sitt og héldu margir að um alvöru tilkynningu væri að ræða frá Landsbankanumi. Ólafur tók upp myndskeið og birti á samfélagsmiðlum, þar sem hann fer í Landsbankann í Grafarholfi og sýnir skilaboð á skjá hraðbankans, þar sem stendur að Edda Falak hafi aldrei unnið í þessum banka.

Skilaboðin litu nokkuð raunverulega út, en í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Ólafur að einungis hafi verið um grín að ræða. Segist Ólaf­ur hafa út­búið mynd­ina í for­riti en gert þau mis­tök að gera mynd­ina of raun­veru­lega.

„Þetta var sunnudagsgrín hjá mér. Ég ákvað bara að sprella svo­lítið, Edda Falak er búin að vera mikið í fréttum undanfarið og ég ákvað að gera bara smá grín um það,“ sagði Ólafur og sagði um falsfrétt að ræða sem hafi verið gerð í góðu gríni. Sagðist hann hafa gleymt kortinu sínu heima og verið svolítið pirraður.

Myndskeið birti hann á Facebook-síðu sinni og sagði hann að mörgum hefði fundist þetta fyndið, en svo hefði sumum ekkert fundist þetta fyndið en það væri líka fyndið.

Lands­bank­inn sendi frá sér til­kynn­ingu í kjöl­farið þar sem sagði að myndskeiðið væri falsað og að slík­ur texti hafi aldrei birst í hraðbanka Lands­bank­ans. Segir Ólafur bankann hafa brugðist hárrétt við.

Landsbankinn bregst við fölsuðu myndbandi – Harma að vegið sé að Eddu með þessum ósmekklega hætti

Fréttin sagði fyrst frá mynd­skeiðinu og sagði Ólaf­ur að hefði mátt hafa sam­band við hann áður en frétt var skrifuð um mynd­skeiðið. „Það hefði ekki drepið þá að hafa samband og spyrja mig aðeins út í þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“

Svarar ummælum Kára um vesalinga í sjómennsku fullum hálsi – „Örlög okkar að falla í gleymskunnar dá vegna aumingjaskapar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu

Nýjar tölur um tjón Rússa í stríðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi

Vildi skila taflborði sem hann hafði keypt á 27 milljónir – Páll í Polaris mátaði andstæðing sinn í Héraðsdómi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum

Sendi eiginmanni ástkonunnar myndskeið af sér og henni í samförum