fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Fréttir

Tvískinnungur í viðbrögðum Vesturveldanna við mannréttindabrotum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2023 19:19

Mynd: Amnesty International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðu mannréttinda á Íslandi er í fyrsta sinn getið í ársskýrslu Amnesty International. Vísað er í rannsóknarskýrslu um einangrunarvist gæsluvarðhaldsfanga á Íslandi sem Íslandsdeild Amnesty International gaf út í janúar 2023. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Ísland beitir einangrunarvist í gæsluvarðhaldi óhóflega og brýtur þannig meðal annars gegn  samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International.

Mynd: Amnesty International

Nú þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna fagnar 75 ára afmæli í desember 2023 gerir Amnesty International þá kröfu að alþjóðakerfið grundvallist á mannréttindum fyrir alla einstaklinga, alls staðar. 

Ársskýrsla Amnesty International 2022 varpar ljósi á tvískinnung um heim allan þegar kemur að mannréttindum. Alþjóðasamfélagið hefur ekki sameinast um að mannréttindi séu algild. Sterk viðbrögð Vesturveldanna við árás Rússlands á Úkraínu er í algerri andstöðu við átakanlegt aðgerðaleysi gagnvart grófum mannréttindabrotum sumra bandamanna þeirra, eins og Ísrael, Sádi-Arabíu og Egyptalandi.  

Réttindum og frelsi kvenna til að mótmæla er ógnað þar sem ríki láta hjá líða að vernda og virða mannréttindi heima fyrir.

Ársskýrsluna má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine

Fundu „haldbærar vísbendingar“ í leitinni að Madeleine
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi

Hneyksli í Þýskalandi: Pink Floyd-goðsögn sætir lögreglurannsókn eftir að hafa troðið upp í nastistabúningi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur barnaníðingur kemur fyrir dóm á föstudaginn

Meintur barnaníðingur kemur fyrir dóm á föstudaginn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig

Par um þrítugt í vanda eftir húsleit í Þórðarsveig
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni