fbpx
Sunnudagur 28.maí 2023
Fréttir

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju – „Ég hef gerst sek um sjálfsmyndar-ögrun og vesen fyrir vinkonur hennar og slíkt skal ekki þola“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2023 22:03

Sólveig Anna Jónsdóttir og Sóley Tómasdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir Sóleyju Tómasdóttur og segir hana hafa sent skilaboð um að ekki þyrfti að sýna Sólveigu stuðning í kjaradeilu Eflingar og SA.

„Sá Sóley Tómasdóttir ástæðu til að senda skilaboð til íslenskra femínista um að ekki þyrfti að sýna mér nokkurn stuðning. Að þrátt fyrir að hún teldi mikilvægt að standa með konum í „karllægum geirum“ þá ætti alls ekki að gera það skilyrðislaust, og alls ekki þegar kemur að mér. Þrátt fyrir að ég sé „gagnrýnd oftar, harðar og persónulegar“ en karlkyns forverar mínir og samstarfsmenn,“ segir Sólveig í færslu á Facebook. 

Skilaboðin sendi Sóley þriðja febrúar síðastliðinn, þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins var að nálgast hámark sitt, daginn sem að Efling lagði fram greinargerð sína í Félagsdómi vegna dómsmáls sem að SA höfðuðu til að kremja verkföll hótelþerna.  

Segir Sólveig að Sóley hefði frekar átt að skrifa grein til stuðnings láglaunakonum, en senda umrædd skilaboð.

„Hvers vegna þótti Sóleyju mikilvægt að senda þessi skilaboð á þessum tímapunkti, í stað þess að skella til dæmis í eina grein til stuðnings láglaunakonunum sem að tekið höfðu ákvörðun um að leggja niður störf til að knýja á um betri kjör í þeim sögulega vanmetnu kvennastörfum sem þær gegna? Þeim konum sem að sannarlega veitti ekki af stuðningi í baráttunni gegn forhertu auðvaldi sem að sýndi dag eftir dag að það sveifst einskis,“ segir Sólveig, sem segir ástæðuna einfalda.

„Vegna þess að ég hef gerst sek um eitthvað sem heitir „karllæg átakasækni“ og er mjög slæmt í fari kvenna samkvæmt Sóleyju, og svo auðvitað fyrst og fremst vegna þess að ég hef gerst sek um sjálfsmyndar-ögrun og vesen fyrir vinkonur hennar og slíkt skal ekki þola.

Sumar konur eiga og mega vera „óþægar“ og eiga skilið skilyrðislausan stuðning, þær sem að ekki hafa hlotið náð fyrir augum meginstraums-femínismans eiga að læra að hegða sér betur og kvenlegar sem allra fyrst.“

Í lok færslu sinnar bendir Sólveig á að á sérstökum kvenleiðtogafundi ASÍ um endurmat á kvennastörfum sem að haldinn var 10. mars hafi hélt Sóley haldið erindi sem fjallaði meðal annars um launamun kynjanna og „löngu úreltar staðalmyndir um kynin“.

„Á þessum leiðtogafundi var Eflingu ekki boðið að vera með erindi til að fjalla um verkfallsaðgerðir síðustu ára hjá félaginu, aðgerðir sem aðallega hafa verið leiddar af láglaunakonum í láglauna-kvennastörfum. Ekki frekar en á einum einasta fundi öðrum sem að haldinn hefur verið á vettvangi ASÍ. Ástæðan er sú að ég er svo karllæg að það er ekki hægt að bjóða konum innan ASÍ upp á að hlusta á mig.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Næturlífið í Reykjavík í nótt breyttist í martröð – Fór heim með tveimur konum en ekki var allt sem sýndist

Næturlífið í Reykjavík í nótt breyttist í martröð – Fór heim með tveimur konum en ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur segir skemmdarverk vofa yfir Sundhöll Reykjavíkur – „Sál hússins verður rifin á brott“

Þröstur segir skemmdarverk vofa yfir Sundhöll Reykjavíkur – „Sál hússins verður rifin á brott“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“

Telur bongóblíðu vera á næsta leiti og 28. maí sé lykildagurinn – „Við gætum átt mjög flotta og gleðilega sumardaga framundan“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Steina segist hafa gert allt sem hún gat til að bjarga lífi sjúklingsins

Steina segist hafa gert allt sem hún gat til að bjarga lífi sjúklingsins
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni

Meintur ofbeldismaður fær ekki að vera viðstaddur þegar eiginkona og sonur bera vitni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Yfirlýsing Öfga um MA-málið – Fordæma afsökunarbeiðni og vinnu ráðgjafahóps

Yfirlýsing Öfga um MA-málið – Fordæma afsökunarbeiðni og vinnu ráðgjafahóps