fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Sigríður lýsir yfir vantrausti á Heimildina – „Edda Falak bjó til falskan söguþráð sem varð henni til frama í fjölmiðlum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. mars 2023 17:29

Sigríður og Edda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áður fagnaði ég því að Edda skyldi gefa konum tækifæri til þess að tjá reynslu sína vegna þess að oftast er það þeirra eina  úrræði í mjög viðkvæmri stöðu. Þar með gátu þær raungert reynslu sem aðrir reyndu að útmá. Það var mikilvægt og trúverðugleiki þeirra kvenna sem stigu fram er ósnortinn. Hins vegar hefur Edda Falak sýnt fram á að hún hefur ekki burði til þess að sinna þessum erfiða málaflokki,“ segir Sigríður Mjöll Björnsdóttir doktor í almennum málvísindum sem starfar sem nýdoktor við Konstanz-háskóla í Þýskalandi.

Í færslu sem Sigríður skrifaði á Facebook í gær beinir hún orðum sínum til Heimildarinnar, þar sem Edda starfar sem blaðamaður, og segist Sigríður lýsa yfir yfir vantrausti á Heimildinni sem fréttamiðli „í ljósi afstöðu hennar til „missagna“ Eddu Falak sem gerst hefur sek um það að „missegja“ um starfsferil sinn.“ 

Segir Sigríður að í hennar starfi sem  háskólakennari hefði hún umsvifalaust verið rekin hefði hún gerst sek um slíkt hið sama. „En í fjölmiðli sem (kaldhæðnislega) kallar sig „Heimildin“ virðast lygar afstæðar.“

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Mál Eddu hefur vakið athygli undanfarna daga eftir að Frosti Logason fjölmiðlamaður fullyrti  í þætti sínum Brotkast að Edda hafi logið til um starfsreynslu sína í viðtölum við stærstu fjölmiðla landsins. Sex dögum seinna birti hann opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og krafðist viðbragða við fullyrðingum þess efnis að Edda hafi gerst sek um ósannindi varðandi bakgrunn sinn í viðtölum. Degi síðar sendu fyrirsvarsmenn Heimildarinnar frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að Edda bæðist velvirðingar á missögninni.

Edda biðst velvirðingar á missögnum varðandi starfsferil sinn

Telur Eddu hafa grafið undan trúverðugleika sínum

Mörgum finnst yfirlýsingin léttvæg og Edda hafa grafið undan trúverðugleika sínum. Sigríður er á þeirri skoðun.

„Ég hef aldrei áður heyrt nafnorðið missögn þrátt fyrir að hafa að miklu leyti eytt minni starfsævi í að skoða íslenskt mál. Ég veit í raun varla hvað orðið þýðir. Það eina sem ég veit er að Edda Falak hefur með mjög alvarlegum hætti grafið undan trúverðugleika sínum. Að Frosti Logason skyldi afhjúpa hana var, að mínu mati, óheppileg tilviljun — en það kemur ekki í veg fyrir þá staðreynd að með lágmarks rannsóknarvinnu hefði hver sem er  getað gert slíkt hið sama,“ segir Sigríður. 

Vann úr reynslu sinni í MeToo byltingunni

Hún segir Heimildina halda því fram að um „menningarstríð“ sé að ræða þar sem andstæðingar MeToo ráðist gegn  Eddu Falak. „Fyrir mig var MeToo bylting sem gaf mér fyrst kleyft að vinna úr hörmulegri reynslu. En að einhver skuli nýta sér ömurlega reynslu fólks til frama í fjölmiðlum er mér ofar skilningi. Ég hef reynt það á eigin skinni hvernig það er að vera brotaþoli ofbeldis og veruleika þess að reyna að reka ofbeldismál í dómskerfinu. Það er ekki auðvelt hlutskipti. Að einhver hafi skapað sér svigrúm í umræðunni á grundvelli falskra reynslusagna er vægast sagt móðgun við brotaþola ofbeldis.  Mér blöskrar yfirhylmingin og tvískinnungshátturinn sem birtist í umræðunni um þetta mál. Allt er það í mótsögn við þau gildi sem drifu MeToo-hreyfinguna áfram.“ 

„Til að benda gráu ofan á svart hafi Edda síðastliðinn sólarhring hótað „lúserum“ ofbeldi  á samfélagsmiðlum,“ segir Sigríður og vísar þar til umdeilds tíst Eddu á föstudagskvöldi síðasta þar sem hún skrifaði: „Sendi Gunna Nelson á næsta lúser sem fær mig á heilann“ og myllumerkti Vikunni, sjónvarpsþætti Gísla Marteins, sem ávallt er á dagskrá á föstudagskvöldum. Tístið birtist á skjánum á meðan útsendingu þáttarins stóð. 

Segist Sigríður ekki skilja af hverju ýmsar konur á samfélagsmiðlum styðja Eddu Falak í krafti #afsakið. „Þetta hefur ekkert með þá alvarlegu staðreynd að gera að Edda Falak bjó til falskan söguþráð sem varð henni til frama í fjölmiðlum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“