fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

„Þetta verður væntanlega mikil áskorun fyrir rússneskt samfélag“

Pressan
Föstudaginn 24. mars 2023 07:00

Liðsmenn Wagnerhópsins sem berst með rússneska hernum. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri greiningu breska varnarmálaráðuneytisins á gangi stríðsins í Rússlandi kemur fram að Rússar muni væntanlega standa frammi fyrir mikilli áskorun innan ekki svo langs tíma.

Áskorunin, sem Bretarnir sjá fyrir sér, eru rússnesku refsifangarnir sem hafa verið fengnir til liðs við málaliðafyrirtækið Wagner til að berjast í Úkraínu.

Auk þess að fá greitt í peningum fyrir stríðsþátttökuna fá þeir sakaruppgjöf ef þeir lifa sex mánuði af á úkraínsku vígvöllunum. Skiptir þá engu fyrir hvað þeir voru dæmdir.

„Á næstu vikum munu mörg þúsund rússneskir refsifangar, sem hafa barist fyrir Wagner, líklega verða náðaðir og látnir lausir. Þrátt fyrir að líklega hafi um helmingur fanganna fallið eða særst, þá benda upplýsingar frá Rússlandi til að Wagner standi við loforð sitt um að láta þá lausa sem lifa af,“ segir ráðuneytið.

En þetta veldur Rússum ákveðnum vandamálum.

Wagner virðist ekki lengur mega ráða fanga til starfa og þegar þeim sem hafa komist lifandi í gegnum sex mánuði verður sleppt munu „starfsmannamálin versna“ segir ráðuneytið.

En það er ekki eini vandinn. „Auk þess mun skyndilegur straumur, oft á tíðum ofbeldishneigðra manna sem hafa gengið í gegnum nýlega og hörmulega upplifun í stríðinu, væntanlega vera mikil áskorun fyrir rússneskt samfélag,“ segja Bretarnir einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“