fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fréttir

Myndband: Sprenging og eldsvoði í Ásahverfinu í Garðabæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. mars 2023 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ath. Fréttin hefur verið uppfærð og nýrri tíðindi eru neðar: 

Miklar drunur kváðu við í Ásahverfinu í Garðabæ síðdegis í dag en þar logar nú eldur í íbúðarhúsi við Eskiás. Ekki hefur verið flutt inn í húsið.

„Það titraði allt og skalf í hverfinu,“ segir íbúi sem sendi mynd sem er neðst í fréttinni. Segir íbúinn, kona, að eitthvað sem líktist kút hafi flogið langar leiðir út úr húsinu, nokkra metra upp í loft, svo vegfarendur forðuðu sér á hlaupum. Lenti kúturinn í næstu götu. Segir viðkomandi að fólk hafi fallið í götuna í nálægð við sprenginguna

„Gaskúturinn fór að minnsta kosti 10 metra upp í loft, mun hærra en kranarnir, og endaði fyrir fram húsið okkar,“ segir konan ennfremur.

Konan segir ennfremur að hlutir hafi fallið af veggjum hennar er sprengingin varð. Býr hún í næstu götu við Eskiás þar sem eldurinn logar nú.

Hér gefur að líta myndband af sprengingunni: 

Sprenging í Garðabæ
play-sharp-fill

Sprenging í Garðabæ

Samkvæmt frétt RÚV hefur allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu verið kallað út að húsinu. Eldurinn kom upp á fimmta tímanum. „Þykkan svartan reyk leggur frá húsinu, en hann sést vel úr fjarlægð og hefur risið sífellt hærra á síðustu mínútum,“ segir þar.

Meðfylgjandi mynd tók Selma Kristín Erlendsdóttir:

Samkvæmt frétt RÚV bendir allt til þess að sprengingar hafi orðið en þær urðu áður en fréttamaður kom á vettvang.

Samkvæmt heimildarmanni DV stórsér á fjölbýlishúsi við hliðina þar sem eldsvoðinn er. Íbúðir í húsinu þar sem sprengingin varð hafa verið auglýstar til sölu og áttu þær að vera til sýnis næsta sunnudag. Íbúðirnar eru núna væntanlega gjörónýtar.

Fréttablaðið ræddi við Borgar Valgeirsson, slökkviliðsmann hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem sagðist telja að gaskútar á framkvæmdasvæðinu hefðu sprungið vegna eldsins. Ef svo eru þá eru sprengingarnar ekki orsök eldsins heldur afleiðingar hans.

Slökkviliðið segir staðfest að enginn hafi slasast í sprengingunni eða í eldinum.

Uppfært kl. 18:12: 

Búið er að slökkva eldinn. Samkvæmt RÚV voru nokkrir iðnaðarmenn að störfum í byggingunni er eldurinn braust út en þeim tókst að forða sér áður en sprengingarnar urðu en þær urðu vegna þess að eldurinn komst í gaskúta á þaki hússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þóttust vera að safna fé fyrir heyrnarskerta

Þóttust vera að safna fé fyrir heyrnarskerta
Fréttir
Í gær

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“

Þórhallur hjólar í Jón fyrir að stela dagskrá Sýnar – „Fyrir góðmennskuna tekur hann háar fjárhæðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bandaríska heraflans segir að F-16 verði ekki „töfravopn“ fyrir Úkraínu

Yfirmaður bandaríska heraflans segir að F-16 verði ekki „töfravopn“ fyrir Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum

Segir ummæli Medvedev sæta tíðindum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umfangsmestu drónaárásir á Kyiv frá upphafi stríðs – Hóta Írönunum afleiðingum fyrir að skaffa Rússum vopnin

Umfangsmestu drónaárásir á Kyiv frá upphafi stríðs – Hóta Írönunum afleiðingum fyrir að skaffa Rússum vopnin
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“ 

Sonur Helgu var sóttur með aðför á Barnaspítala Hringsins og þvingaður í umsjá föður síns – „Tilbúin að fórna öllu sem ég á til að bjarga börnunum mínum“