fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 10:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, verður handtekinn erlendis á grundvelli handtökuskipunar frá Alþjóðasakamáladómstólnum ICC, þá verður það metið sem „casus belli“ eða ástæða til að fara í stríð.

Þetta segir Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússland og núverandi varaformaður öryggisráðs landsins.

„Ímyndum okkur, auðvitað er þetta staða sem mun aldrei koma upp, en ímyndum okkur þetta samt. Sitjandi forseti kjarnorkuveldis kemur til Þýskalands, sem dæmi, og er handtekinn. Hvað er það? Það er stríðsyfirlýsing gagnvart Rússneska sambandsríkinu. Í slíku tilfelli myndum við skjóta öllum okkar vopnum á þýska Sambandsþingið, skrifstofu kanslarans og svo framvegis;“ sagði Medvedev.

Ummæli hans eru líklega svar við ummælum Marco Buschman, dómsmálaráðherra Þýskalands, sem sagði nýlega að Þjóðverjar neyðist til að framfylgja handtökuskipun ICC og handtaka Pútín ef hann kemur inn á þýskt yfirráðasvæði.

„Veit hann að þetta væri casus belli, stríðsyfirlýsing? Eða hefur hann ekki unnið heimavinnuna sína,“ spurði Medvedev.

ICC gaf út handtökuskipun á hendur Pútín þann 17. mars vegna meintra stríðsglæpa Rússa í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga