fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 10:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, verður handtekinn erlendis á grundvelli handtökuskipunar frá Alþjóðasakamáladómstólnum ICC, þá verður það metið sem „casus belli“ eða ástæða til að fara í stríð.

Þetta segir Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússland og núverandi varaformaður öryggisráðs landsins.

„Ímyndum okkur, auðvitað er þetta staða sem mun aldrei koma upp, en ímyndum okkur þetta samt. Sitjandi forseti kjarnorkuveldis kemur til Þýskalands, sem dæmi, og er handtekinn. Hvað er það? Það er stríðsyfirlýsing gagnvart Rússneska sambandsríkinu. Í slíku tilfelli myndum við skjóta öllum okkar vopnum á þýska Sambandsþingið, skrifstofu kanslarans og svo framvegis;“ sagði Medvedev.

Ummæli hans eru líklega svar við ummælum Marco Buschman, dómsmálaráðherra Þýskalands, sem sagði nýlega að Þjóðverjar neyðist til að framfylgja handtökuskipun ICC og handtaka Pútín ef hann kemur inn á þýskt yfirráðasvæði.

„Veit hann að þetta væri casus belli, stríðsyfirlýsing? Eða hefur hann ekki unnið heimavinnuna sína,“ spurði Medvedev.

ICC gaf út handtökuskipun á hendur Pútín þann 17. mars vegna meintra stríðsglæpa Rússa í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“