fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. mars 2023 14:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. mars síðastliðinn var kveðinn upp dómur í skattsvikamáli sem höfðað var á hendur þremur manneskjum sem tengjast fyrirtækinu M S Tækjaleigu, sem varð gjaldþrota og er nú afskráð.

Um var að ræða vanskil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir rekstrarárin 2017, 2018 og 2019. Nema vanskilin samtals um 34 milljónum króna. Þau sem voru ákærð voru framkvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins fram á árið 2019, stjórnarmanni og daglegurm stjórnanda fyrirtækisins sem jafnframt var skráður framkvæmdastjóri síðustu mánuðina í rekstri fyrirtækisins, og kona sem var daglegur stjórnandi í fyrirtækinu.

Tvær síðarnefndu manneskjurnar eru hjón. Þau neituðu sök á þeim forsendum að þau hefðu ekki komið að ákvörðunum er vörðuðu daglegan rekstur fyrirtækisins heldur hefðu þær allar verið á ábyrgð fyrstnefnda sakborningsins.

Dómarinn féllst á að ekki væri fullsannað að konan hefði komið að ákvörðunum er vörðuðu daglegan rekstur fyrirtækisins. Var hún sýknuð. Karlarnir tveir voru hins vegar sakfelldir.

Sá sem lengst af var framkvæmdastjóri og stjórnarformaður var dæmgur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar í ríkissjóð að upphæð 31 milljón króna.

Maðurinn sem var framkvæmdastjóri síðustu mánuðina sem fyrirtækið starfaði hlaut einnig sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 29,7 milljónir.

Konan var hins vegar sýknuð, sem fyrr segir, en lögmaður hennar var Lárus Sigurður Lárusson. Konan var í 25% starfi hjá félaginu og færði bókhald. Hún annaðist skil á staðgreiðsluskilagreinum og virðisaukaskattskýrslum í gegnum bókhaldskerfi. Einnig sat hún í varastjórn félagsins. En eins og fyrr segir taldi dómari ekki sannað að hún hefði borið ábyrgð á daglegum rekstri og var hún því sýknuð.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“