fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 05:18

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Winston Churchill fann upp á hugtakinu „Járnteppið“, Blaðamaðurinn Walter Lippmann er sagður hafa fundið upp á hugtakinu „kalda stríðið“. En hver fann upp á hugtakinu „Rauðu línur Pútíns“.

Að minnsta kosti ekki Pútín sjálfur, eða kannski öllu heldur: Ef hann gerði það, þá er það ekkert sem hann hefur sagt opinberlega.

Margir orðrómar eru á sveimi um hvar rauðu línur Pútíns, varðandi stríðið í Úkraínu, eru. En málið er að þessar „rauðu línur“ eru ekki frá Pútín komnar. Þetta er eitthvað sem Vesturlönd ræða við sig sjálf.

Þetta hugtak nær yfir hversu langt Vesturlönd geti gengið í að styðja Úkraínu með vopnum áður en Pútín stigmagnar stríðið en þó fylgir ekki sögunni hvað sú stigmögnun myndi fela í sér.

Í síðustu viku tilkynntu Pólland og Slóvakía að þau muni gefa Úkraínumönnum sovéskar MiG-29 orustuþotur. Með þessari ákvörðun reynir enn frekar á rauðu línurnar sem Vesturlönd hafa sjálf dregið upp varðandi viðbrögð Pútíns.

Dæmi af þessu tagi hafa sést áður, til dæmis þegar rætt var um að senda Úkraínu skriðdreka og flugskeyti. Besta dæmið er kannski um Þjóðverja, sem fóru mjög varlega í upphafi, sem sendu Úkraínumönnum 5.000 hjálma í upphafi. Þeir afhenda Úkraínu fljótlega fullkomna Lepoard skriðdreka. Svona hefur teygst á rauðu línunum að mati Vesturlanda sem þora að ganga sífellt lengra í stuðningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar

Slys við Dalveg: Bíl ekið inn í skrifstofu Útlendingastofnunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun