fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 05:18

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Winston Churchill fann upp á hugtakinu „Járnteppið“, Blaðamaðurinn Walter Lippmann er sagður hafa fundið upp á hugtakinu „kalda stríðið“. En hver fann upp á hugtakinu „Rauðu línur Pútíns“.

Að minnsta kosti ekki Pútín sjálfur, eða kannski öllu heldur: Ef hann gerði það, þá er það ekkert sem hann hefur sagt opinberlega.

Margir orðrómar eru á sveimi um hvar rauðu línur Pútíns, varðandi stríðið í Úkraínu, eru. En málið er að þessar „rauðu línur“ eru ekki frá Pútín komnar. Þetta er eitthvað sem Vesturlönd ræða við sig sjálf.

Þetta hugtak nær yfir hversu langt Vesturlönd geti gengið í að styðja Úkraínu með vopnum áður en Pútín stigmagnar stríðið en þó fylgir ekki sögunni hvað sú stigmögnun myndi fela í sér.

Í síðustu viku tilkynntu Pólland og Slóvakía að þau muni gefa Úkraínumönnum sovéskar MiG-29 orustuþotur. Með þessari ákvörðun reynir enn frekar á rauðu línurnar sem Vesturlönd hafa sjálf dregið upp varðandi viðbrögð Pútíns.

Dæmi af þessu tagi hafa sést áður, til dæmis þegar rætt var um að senda Úkraínu skriðdreka og flugskeyti. Besta dæmið er kannski um Þjóðverja, sem fóru mjög varlega í upphafi, sem sendu Úkraínumönnum 5.000 hjálma í upphafi. Þeir afhenda Úkraínu fljótlega fullkomna Lepoard skriðdreka. Svona hefur teygst á rauðu línunum að mati Vesturlanda sem þora að ganga sífellt lengra í stuðningi sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“