fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Hildur og Sóley svara grein Frosta – „Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. mars 2023 19:05

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir (t.v.) og Sóley Tómasdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar,“ segja baráttukonurnar og feministarnir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sóley Tómasdóttir, í grein sem birtist á Vísi í kvöld.

Greinin er viðbragð við opnu bréfi Frosta til fjölmiðilsins Heimildarinnar, sem Frosti birti á Vísi í morgun. Þar sakar hann Eddu Falak um að hafa ítrekað logið til um starfsferil sinn í Danmörku í viðtölum við fjölmiðla og krefst hann viðbragða frá Heimildinni vegna þessa.

Sjá einnig: Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Hvorki Edda né Heimildin hafa svarað ásökunum Frosta, sem skrifaði meðal annars: „Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist.“ – Hann staðhæfir síðan að eftirgrennslanir hans hafi leitt í ljós að Edda hafi aldrei starfað á þeim vinnustað þar sem hún segist hafa orðið fyrir ofannefndri framkomu.

Eins og flestir vita sakaði fyrrverandi kærasta Frosta hann um andlegt ofbeldi og hótanir í kjölfar sambandsslita þeirra er hún steig fram í viðtali við Eddu Falak árið 2012. Í kjölfarið missti Frosti starf sitt hjá Sýn. Hann hefur núna stofnað hlaðvarpsveituna Brotkast.

Segja að svona virki ofbeldismenn

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ranghugmyndum samfélagsins um fortíð eða nútíð femínista er beitt markvisst til þess að draga úr trúverðugleika þeirra og þagga niður í þeim. Af því höfum við báðar reynslu, rétt eins og aðrar konur sem hafa staðið í stafni femínísks aktívisma á Íslandi,“ segir þær Hildur og Sóley í grein sinni. Segja þær málflutning Frosta vera dæmi um ódýra leið til að reyna að óvirkja feminíska baráttukonu:

„Feðraveldið hefur alltaf reynt að spila á femíníska aðferðafræði, notfæra sér þær leiðir sem verið er að fara hverju sinni og skrumskæla þær með einhverjum hætti. Í dag eru gerðar tilraunir til að slaufa femínistum (til baka) fyrir glæpsamlegt athæfi, þó ásakanirnar séu illa rökstuddar, glæpirnir óljósir og jafnvel bara alls ekki til staðar.

Þetta er ansi ódýr leið, enda er að sjálfsögðu hægt að finna eitthvað hjá öllu fólki sem hægt er að skekkja, ýkja og breyta til þess að búa til hentuga útgáfu af sannleikanum. Svo má hleypa sögunni út í litlum skömmtum og dreifa brauðmolum fyrir almenning og óvandaða fjölmiðla að elta. Það má halda hótununum yfir höfði femínistanna sem á endanum brenna upp og hætta. Af því að eins og Cynthia Enloe sagði svo eftirminnilega, „feðraveldið þrífst á kulnun kvenna“.“

Þær segja að þetta sé staðan núna. Núna sé Edda Falak orðin skotmark feðraveldisins:

„Eddu Falak skal refsað, henni skal gert að biðjast afsökunar á tilveru sinni, hún skal leiðrétta einhverjar meintar rangfærslur og útskýra fortíð sína án þess að nokkuð liggi fyrir um hver mistök hennar eru. Hún, sem hefur verið í stafni femínísks aktívisma undanfarin misseri, skuldar allt í einu þjóðinni nákvæmar skýringar á náms- og starfsferli sínum af því að einhver maður með youtube-rás hefur ákveðið að krefjast þess. Hún skal, og jafnvel vinnuveitendur hennar líka, beygja sig í duftið og biðjast auðmjúklega afsökunar á einhverju og svo kemur bara í ljós seinna hverju verður haldið fram gegn henni. Og þá byrjar ballið upp á nýtt.“

Reynt að þagga niður í feministum

„Það hvort Edda Falak vann í banka eða bakaríi skiptir engu andskotans máli,“ segja höfundar og telja þær að málflutningur Frosta sé dæmigerð ofbeldistaktík feðraveldisins. „Ef hún beitir eigin hyggjuviti til að frásagnir hennar um kynbundið ofbeldi og áreitni séu ekki rekjanlegar til tiltekinna staða eða manna er hún að tryggja eigið öryggi, ekki að blekkja almenning. Það er hennar skýlausi réttur og það er óþolandi að við þurfum að skrifa blaðagrein til að útskýra það,“ segja þær ennfremur.

Sjá grein Hildar og Sóleyjar

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“