fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi starfsmaður lagði 100 Iceland Hotel fyrir dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 13:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður 100 Iceland Hotel við Laugaveg 100 í Reykjavík höfðaði mál á hendur eigenda hótelsins vegna vangoldinna launa. Gerði maðurinn kröfur upp á tæplega 400 þúsund krónur á þeim forsendum að honum hefðu gerið greidd laun samkvæmt röngum kjarasamningi.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. mars.

Maðurinn vann á hótelinu í eitt ár, frá því í apríl 2018 til apríl 2019. Hann vann í gestamóttöku og sinnti þrifum samhliða því, en var ekki í herbergisþrifum. Sjálfur segir hann að gestamóttaka hafi verið aðalstarf hans. Ekki var gerður skriflegur ráðningarsamningur en hann fékk laun eins og hann væri í vaktavinnu samkvæmt kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar.

Eftir starfslok leitaði maðurinn til VR þar sem hann taldi að laun hans hefðu ekki átt að fara eftir kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Eflingar því aðalstarf hans hjá stefnda hefði verið í gestamóttöku og hafi því heyrt undir sérkjarasamning VR og SA um störf í gestamóttöku. Samkvæmt ákvæði í þeim samningi skal starfsmaður sem gegnir mismunandi launuðum störfum hjá sama fyrirtæki frá greidd laun sem miðuð eru við hærra launaða starfið. Vildi VR því meina að laun mannsins hefðu verið röng frá upphafi og undir lágmarkstaxta sérkjarasamnings VR og SA.

Forsvarsmenn hótelsins kröfðust sýknu og byggðu á því að þeim hefði verið skylt að greiða manninum laun samkvæmt kjarasamningi SA og Eflingar enda sé það almennur kjarasamningur sem mæli fyrir um lágmarkskjör í viðkomandi starfsgrein.

Dómari taldi að vinnustaðaskírteini sem maðurinn lagði fram fyrir dómi renndi stoðum undir málatilbúnað hans, en á skírteininu er hann titlaður „receptionist“ sem bendir til að starf hans hafi verið gestamóttaka. 101 Iceland Hotel bentu á að þetta gagn hefði komið fram seint í málatilbúnaðinum og hafi ekki þýðingu. Þessu var dómari ekki sammála. Ennfremur segir í niðurstöðukafla dómsins:

Í samræmi við framangreint, og eins og málum er hér háttað, er ekki annað fært en að fallast á sjónarmið stefnanda um að hann hafi haft gestamóttöku á hóteli stefnda að aðalstarfi og að um launakjör stefnanda og önnur kjör sem starfsmanns í gestamóttöku á hóteli stefnda hafi átt að fara samkvæmt sérkjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Þá kemur sú staðreynd að stefnandi gegndi einnig öðrum tilfallandi störfum við hlaðborð á hóteli stefnda ekki í veg fyrir þá niðurstöðu þegar horft er til greinar 1.4 í almennum kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins sem samkvæmt skýrri tilvísun í 1. gr. sérkjarasamningsins um gildissvið er hluti aðalkjarasamnings sömu aðila. Er sjónarmiðum stefnda þar að lútandi hafnað. Það er niðurstaða dómsins að stefndi hafi ekki fært sönnur á það að stefnandi hafi verið ráðinn til starfa á hóteli hans sem almennur hótelstarfsmaður og að um kjör hans hafi því farið samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.

Niðurstaðan er sú að 100 Iceland Hotel er dæmt til að greiða manninum 361.800 krónur og 300 þúsund krónur í málskostnað.

 

Dóminn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat