Marcus Rashford, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United hefur dregið sig úr enska landsliðinu fyrir komandi verkefni liðsins í undankeppni EM.
Rashford er að glíma við meiðsli þessa stundina en hann fékk á sig þungt högg í leik Manchester United í gær gegn Fulham í enska bikarnum.
Um er að ræða slæmar fréttir fyrir enska landsliðið því Rashford hefur verið frábær á yfirstandandi tímabili með Manchester United og skorað 27 mörk í öllum keppnum.
Englendingar mæta Ítalíu á fimmtudaginn og Úkraínu á sunnudaginn.
Marcus Rashford will not be part of the England squad for Euro Championship qualifying campaign later this week as “Man United striker has had to pull out through injury”. 🚨⚪️🏴 #MUFC
Rashford suffered a knock vs Fulham and will miss the England games. pic.twitter.com/wPjfVccLSn
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 20, 2023