fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Mennirnir ekki grunaðir um að hafa orðið manni að bana á Grundarstíg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 20. mars 2023 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er talið að andlát manns að Grundarstíg á sunnudagsmorgun hafi borið að með saknæmum hætti. Tveir menn sem hafa verið í haldi lögreglu vegna málsins frá því á sunnudagsmorgun hafa verið látnir lausir úr haldi. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins:

„Ekki er talið að andlát manns í Þingholtunum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um snemma í gærmorgun hafi borið að með þeim hætti að grunur leiki á um refsiverða háttsemi. Lögreglan hefur rannsakað málið frá því að það kom upp. Mennirnir tveir sem voru handteknir á staðnum hafa nú verið yfirheyrðir og er það mat lögreglu að þeir hafi ekki átt þátt í dauða mannsins. Þeim hefur verið sleppt úr haldi.“

Sjá einnig: Harmleikurinn á Grundarstíg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu