fbpx
Þriðjudagur 30.maí 2023
Fréttir

Íbúum Norður-Kóreu meinilla við 9 ára eftirlætis dóttur einræðisherrans sem gæti orðið eftirmaður hans

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Ju Ae er níu ára gömul dóttir Kim Jong Un leiðtoga Norður Kóreu. Ae elst upp við mikið lúxuslíf vegna faðernis síns og nú er svo komið að hún er, þrátt fyrir ungan aldur, orðin afar óvinsæl í einræðisríkinu. Ástæðan eru opinberar myndir sem birst hafa af feðginunum en þar má sjá að Ae er hraustleg og í góðum holdum en á sama tíma svelta aðrir Norður-Kóreu búar. Daily Mail fjallar um málið.

Ástandið fer versnandi en á dögunum var greint frá því að alls vantaði um 1 milljón tonna af hrísgrjónum í Norður Kóreu á þessu ári til að þess að uppfylla fæðuþörf landsmanna.

Bandaríski miðillinn RFA, sem fjallar um málefni Asíu, hefur eftir nafnlausum Norður-Kóreu búa að margir landsmenn upplifi matarskort og séu orðnir kinnfiskasognir af þeim sökum. Það sé því afar sárt að sjá bústna dóttur leiðtogans brosa blíðlega í fjölmiðlum.

Síðustu myndirnar af Kim Ju Ae birtust þann 25. febrúar síðastliðinn þegar ný gata í höfuðborginni Pyongyang var opnuð með viðhöfn. Um er að ræða í sjöunda skiptið sem Ae sést opinberlega síðan að hún fyrst steig fram í dagsljósið í nóvember 2022 við hlið föðursins en tilefnið var eldflaugaæfing norður-kóreska hersins.

Kim Ju Ae hefur því skotist fram í sviðsljósið í Norður-Kóreu og það gæti verið til marks um að henni sé ætlað stærra hlutverk í framtíðinni, eins og DV fjallaði um á dögunum.

Kim Ju Ae var fyrsta barn Kim Jong-Un sem steig fram opinberlega en ekki liggur fyrir hvað einræðisherrann á mörg börn. Talið er að þau séu þrjú talsins, tvær dætur og einn sonur sem sagður er hafa fæðst 2010 og er því eldri en Ae.

Hvers vegna sá ungi maður hefur ekki verið opinberaður þykir furðu sæta enda er feðraveldið sterkt í Norður-Kóreu og því líkur á að sonurinn myndi taka við sem arftaki föður síns og höfuð Kim-ættarinnar sem hefur stýrt landinu frá stofnun þess árið 1948.

En hugsanlega hefur sýningin á Kim Ju Ae ekkert með valdaröðina að gera. Sumir sérfræðingar telja hugsanlega að með þessu hafi Kim Jong-un viljað styrkja ímynd sína og sýna að hann er fjölskyldufaðir á bak við hrjúft yfirborðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Næturlífið í Reykjavík í nótt breyttist í martröð – Fór heim með tveimur konum en ekki var allt sem sýndist

Næturlífið í Reykjavík í nótt breyttist í martröð – Fór heim með tveimur konum en ekki var allt sem sýndist
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þröstur segir skemmdarverk vofa yfir Sundhöll Reykjavíkur – „Sál hússins verður rifin á brott“

Þröstur segir skemmdarverk vofa yfir Sundhöll Reykjavíkur – „Sál hússins verður rifin á brott“